Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. nóvember 2018

Um 18.000 manns í strjálbýli treysta með einum eða öðrum hætti á landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands, sagði á fundi um aukna verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands væri landbúnaðurinn að skila yfir 50 milljörðum í framleiðsluverðmætum inn í íslenska hagkerfið. 
 
Þarna er um að ræða bæði dýraafurðir eins og kjöt- og mjólkurvörur, egg sem og korn og aðrar plöntuafurðir úr garðyrkju og ylrækt. Þar að auki væri mikilvæg framleiðsla á æðardún, minkaskinnum, hrossum til útflutnings og skógarafurðum. Í sumar hafi auk þess komið til umfangsmikill útflutningur á heyi vegna þurrka í Skandinavíu. 
 
Auk þess benti Sigurður á að ýmiss konar þjónusta hafi verið að aukast sem tengdist landbúnaði, eins og ferðaþjónusta. Þetta skilaði allt saman yfir 4.000 beintengdum störfum og hafi mikil áhrif á byggðina í landinu.
 
Sigurður benti á að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 18.000 manns í strjálbýli sem treysta með einum eða öðrum hætti á landbúnað sér til lífsviðurværis, þó sá fjöldi ynni ekki allur beint við landbúnað. Þá sé ekki verið að tala um alla þá sem starfa við úrvinnslu landbúnaðarafurða í landinu. 
 
Sérstaðan er verðmæt
 
Hrein orka, hreint vatn og lítil lyfjanotkun í landbúnaði er hluti af þeirri gæðaímynd sem íslenskur landbúnaður byggir á. Segir Sigurður að þar hafi íslenskur landbúnaður verulegt forskot miðað við t.d. landbúnað í Evrópusambandslöndunum. Sýklalyfjanotkun sé t.d. um 88 sinnum meiri en á Íslandi í löndum þar sem hún er mest innan ESB-landa. 
 
„Þetta er verðmæt sérstaða. Við erum að nota lítið af varnarefnum og mun minna en gert er annars staðar í Evrópu. Það hefur mikla þýðingu að við vitum hvernig staðið er að þessari framleiðslu og að við vitum hvaðan framleiðslan kemur. Þá erum við að mestu leyti  með framleiðsluhætti sem byggjast á fjölskyldubúum. Í þessu felst mikil menning sem m.a. ferðaþjónustan treystir á í sínu viðskiptamódeli. Þá erum við líka með sérstæða búfjárstofna sem eru sumir hverjir upprunalegir frá því land byggðist. Það eru nautgripirnir, sauðféð, hrossin og geiturnar, í því felast líka mikil verðmæti. 
 
Enn aðeins með 18 af 120 skráðum dýrasjúkdómum
 
Í öllu þessu nýtist okkar einangrun líka vel. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin skráir 120 tilkynningarskylda dýrasjúkdóma. Af þeim hafa aðeins 18 greinst hér á landi, en um 90 á meginlandi Evrópu. Þetta er líka mjög verðmæt sérstaða sem vert er að leggja mikið á sig til að passa. Þar er vaxandi innflutningur landbúnaðarafurða sem gæti ógnað þessu, en í sumum greinum er hann kominn í 20% hlutfall og hefur farið vaxandi undanfarin ár. Það var verið að flytja inn rúmlega 4.400 tonn af beinlausu kjöti í fyrra,“ sagði Sigurður.
 
Benti hann á að skýringuna á auknum innflutningi væri m.a. að finna í því að dregið hafi verið úr tollvernd. Útflutningur landbúnaðarafurða væri hins vegar hlutfallslega ekki mikill, en hafi þó skilað um 4,2 milljörðum króna. Þar af hafi rúmlega helmingurinn verið sauðfjárafurðir. 
 
Hlýnun veðurfars skapar bæði ný tækifæri og vanda
 
Sigurður segir að hlýnun  veðurfars á Íslandi geti gefið tækifæri til að auka framleiðslu landbúnaðarafurða hér á landi. Samfara auknum tækifærum vegna hlýnunar aukist um leið ásókn ýmissa meindýra sem ekki hafi áður verið vandamál. Þessa hafi einkum orðið vart í ýmiss konar plönturæktun. 
 
Sagði Sigurður að ekkert eitt svar væri við því hvernig auka ætti verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði. Þar væri fjölbreytnin trúlega lykilatriði því ekki væri hægt að finna þar eina lausn sem hentaði öllum. Hann sagði að til að gera aukna nýsköpun í greininni að veruleika og til að sinna markaðsstörfum þyrfti öflugan stuðning og vilja.  
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...