Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur
Fréttir 27. apríl 2018

Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hefur komist í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með rangar upprunamerkingum er að finna í verslunum og á veitingahúsum í Evrópu og víðar um heim.

Evrópulögreglan, Europol, hefur í samvinnu við Interpol unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að glæpastafsemi sem felur í sér sölu á skemmdum matvælum fari vaxandi í Evrópu.

Frá því í desember á síðasta ári hefur stafshópur alþjóðalögreglunar rannsakað mál í 67 löndum lagt hönd á 41.000 matvörur í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkinga og eru taldar hættulegar til neyslu.

Vel á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Noregur er meðal þeirra landa sem hafa mátt þola rannsókn og beinist athyglin þar að auka- og litarefnum í túnfiski. Í mörgum sýnum reyndist magn þeirra efna langt yfir viðmiðunarmörkum.

Víða fannst kjöt til sölu sem var komið vel yfir síðasta leyfilega söludag og jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki var það sem það var sagt vera. Til dæmis hrossakjöt sem selt var sem nautakjöt.

Samkvæmt upplýsingum Europol er um fimm milljón túnfisk máltíða neytt í viku hverri í Evrópu eða um 25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni jafngildi um 25 milljörðum íslenskra króna á ári.

Dæmi um falska merkinga er ítölsk parmaskinka sem meðal annars er seld á veitingahúsum í Danmörk en framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk.
 

Skylt efni: Matarskandall

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...