Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Twist – snúningssokkar
Hannyrðahornið 21. mars 2018

Twist – snúningssokkar

Höfundur: Hanverkskúnst
Þessir sokkar eru skemmtilega stílhreinir og frekar einfaldir að prjóna. Ekki skemmir fyrir að í marsmánuði er Drops Delight og Drops Fabel með 30% afslætti svo þá er tilvalið að skella í skemmtilega sokka, vettlinga eða sjöl. 
 
Þeir sem ekki eiga heimangengt í verslunina geta verslað garnið í netversluninni okkar á www.garn.is.
 
Stærð: 
35/37 - 38/40 - 41/43.
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
 
Garn: Drops Fabel 
100 gr í allar stærðir litur nr 602, silfur refur
 
Sokkaprjónar nr 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 24L og 32 umf í sléttu prjóni = 10x10 cm.
 
ÚRTAKA (á við um hæl):
Prjónið þar til 2L eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2L slétt saman, prjónamerki, takið 1L óprjónaða, 1L sl, steypið óprjónuðu L yfir.
 
VINSTRI SOKKUR:
Fitjið upp 56-60-64 lykkjur. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú stroff þannig: *Prjónið 1L sl, 3L br*, endurtakið frá *-*. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónað áfram þannig: Setjið 1 prjónamerki í 1. L og 1 prjónamerki í 25.- 29.- 33. L. Haldið áfram með stroff 1 sl, 3 br, JAFNFRAMT í hverri umf er fækkað um 1L eftir fyrsta prjónamerki og aukið út um 1L á undan seinna prjónamerki þannig að stroffið færist til. Fækkið lykkjum með því að taka 1L óprjónaða við prjónamerki, prjónið 1L, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir og aukið út með því að slá uppá prjóninn á undan seinna prjónamerki – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt eða brugðið í næstu umf og jafnóðum inn í stroff. Lykkjufjöldinn er alltaf sá sami. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 17-18-19 cm. Prjónið nú inn lausan þráð yfir síðustu 31L á prjóninum, (eins og þegar merkt er fyrir þumli), lykkjur fyrir hæl. Haldið nú áfram með stroff yfir 25-29-33 L ofan á rist, en slétt yfir restina á lykkjunum. Haldið áfram með snúninginn eins og áður, en þær lykkjur sem aukið er út eru hér eftir prjónaðar með sléttu prjóni, fjöldi lykkja í stroffi fækkar, fjöldi lykkja með sléttu prjóni eykst. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 11-13-16 cm frá lausa þræðinum (= ca 5 cm til loka, allar lykkjur eru nú prjónaðar með sléttu prjóni). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 28-30-32 L ofan á rist og 28-30-32 L undir il. Prjónið nú slétt prjón yfir allar lykkjurnar, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað við tá hvoru megin við bæði prjónamerkin. Fellið af á undan prjónamerki 1L sl, 2 sl sm, og á eftir prjónamerki prjónið 1L sl, 2L snúið slétt saman. Fellið af á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 7 sinnum og síðan í hverri umf 3 sinnum = 16-20-24 lykkjuur eftir á prjónunum. Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. 
 
HÆLL:
Dragið út lausa þráðinn og skiptið lykkjunum hvoru megin við þráðinn á sokkaprjóna nr 2,5 = 62L. Byrjið frá hlið og prjónið þannig: Prjónið yfir 31L undir hæl, prjónið upp 2 nýjar lykkjur frá hlið, prjónið yfir 31L aftan við hæl og prjónið upp 2 nýjar lykkjur frá hlið = 66L. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 nýrra lykkja á hvorri hlið. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT er fækkað á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA! = 26L eftir á prjóninum. Prjónið 1 umf yfir allar lykkjurnar. Fellið af. Saumið saman hæl með lykkjuspori, við affellingarkantinn. 
 
HÆGRI SOKKUR:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri sokkur, nema þegar stroffið færist til er það gert þannig: Setjið 1 prjónamerki í 1. L og 1. prjónamerki í 29.- 33.- 37. L. Haldið áfram með stroff 1 sl, 3 br, JAFNFRAMT í hverri umf er aukið út um 1L á eftir fyrsta prjónamerki og fækkað um 1L á undan öðru prjónamerki þannig að stroffið færist til. Aukið út með því að slá uppá prjóninn á eftir fyrsta prjónamerki, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt eða brugðið í næstu umf og jafnóðum inn í stroff. Fellt er af á undan öðru prjónamerki þannig: Prjónið lykkju með prjónamerki og lykkju á undan slétt saman. Haldið áfram eins og á vinstri sokk.
 
Prjónakveða
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...