Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tvö formannsefni komin fram hjá kúabændum
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 14. mars 2016

Tvö formannsefni komin fram hjá kúabændum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sigurður Loftsson, kúabóndi og formaður Landssambands kúabænda, tilkynnti fyrir skömmu að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK. Kosið verður í nýja stjórn á næsta aðalfundi sem fer fram í Bændahöllinni í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl. Tveir frambjóðendur hafa lýst yfir áhuga sínum á að setjast í formannsstólinn, þeir Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, og Jóhann Nikulásson, bóndi í Stóru-Hildisey 2, í Austur-Landeyjum.

Arnar Árnason er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001. Í kynningu á vef LK, naut.is, segir að Arnar hafi setið í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frá árinu 2002 til 2014 og síðustu átta árin sem oddviti. Hann gegndi jafnframt starfi sveitarstjóra um nokkurra mánaða skeið á því tímabili. Arnar er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1994 og iðnaðartæknifræðingur af matvælasviði Tækniskóla Íslands árið 2000. Hann er kvæntur Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn.
 
Jóhann Nikulásson er fimmtugur og giftur Sigrúnu Hildi Ragnarsdóttur og eiga þau 4 uppkomin börn. Þau hófu búskap á vordögum 1991 með kaupum á Akurey 2 í Vestur-Landeyjum og bjuggu þar í níu ár eða þar til þau keyptu Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum. Þar búa þau nú með um 90 kýr. Jóhann hefur í hartnær tvo áratugi gegnt margskonar trúnaðarstörfum á félagslegum vettvangi kúabænda og m.a. verið í stjórn LK frá árinu 2007, í samstarfsnefnd SAM og BÍ frá árinu 2009 auk fleiri starfa.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...