Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tveir góðir laxaréttir
Matarkrókurinn 6. október 2017

Tveir góðir laxaréttir

Hér leikur laxinn aðaðlhlutverkið í tveimur gómsætum haustréttum. 
 
Hrár marineraður lax 
með ponzu-sósu
 • 4 fallegir laxabitar eða 1 laxflak roðlaust.
 • 1 teskeið sjávarsalt
 • 2 matskeiðar jurtaolía
 • Ponzu-sósa
 • 1 greipaldin
 • 1 appelsína
 • 1 lime
 • 1/4 bolli sykur
 • 1/4 bolli sojasósa
 • 1/4 bolli hrísgrjónaedik
Fyrir sósu:
 
Notið rifjárn til að fjarlægja litríkan börkinn af greipaldinu, appelsínum og lime, geymið börkinn.
Kreistið safann úr ávöxtunum.
 
Setjið sykurinn á þurra pönnu yfir miðlungsháan hita og hrærið á pönnunni þar til sykurinn byrjar að leysast upp og tekur á sig karamellulit.
 
Hellið ávaxtasafa saman við sykurinn og passið ykkur að brenna ykkur ekki  því að blandan mun sjóða og gufa hratt upp áður en jafnvægi næst á sírópið.
 
Sjóðið í um 2 mínútur og hrærið til að leysa upp karamelluna.
 
Þegar karamellusykurinn hefur verið leystur upp, bætið þá sojasósu og ediki við.
 
Setjið helminginn af sítrusberkinum í pottinn og látið sjóða í tvær eða þrjár mínútur, eða þar til blandan hefur örlítið þykknað.
 
Það má sigta hana eða hafa börkinn í sem skraut.
 
Berið sósuna fram heita eða við stofuhita.
 
Fyrir laxinn:
 
Skolið laxabitana, stráið sjávarsaltinu yfir.
 
Hitið stóra pönnu að meðalhita, í um eina mínútu.
 
Setjið olíuna á pönnuna og hún ætti að verða næstum sjóðandi heit.
 
Setjið laxinn á pönnuna og steikið í fjórar til fimm mínútur, eða þar til  skorpa hefur myndast á hlið fisksins.
 
Snúðu flökunum við og eldið í tvær mínútur til viðbótar, eða þar til fiskurinn er ekki alveg eldaður í gegn.
Hann ætti að vera hálf hrár eins og sushi.
 
Framreiðið ásamt nokkrum sneiðum og börk af sítrúsávöxtunum ofan á.
 
Ásamt sósunni til hliðar er gott að hafa ferskt salat og jafnvel ristað brauð með.
 
Graflax ...
... er sælkeramatur sem auðvelt er að búa til.
 • 1 stk. beinlaust flak með roði
 • 1 tsk. kúmen- eða fennel fræ
 • 1 tsk. kóríanderfræ
 • 40 grömm af góðu salti 
 • (um það bil 4 matskeiðar) 
 • svo auka salt fyrir saltpækil
 • 25 g af sykri (um það bil 1 matskeið)
 • 1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar 
 • 2 stór dill búnt 
Fyrir sósu:
 • 3 matskeiðar hvítvínsedik 
 • Um tvær matskeiðar hakkað dill
 • 5 msk. Dijon sinnep
 • 1 matskeið sykur
 • 1/4 bolli af jurtaolíu
 • salt og nýmalaður svartur pipar
 • gott rúgbrauð eða 
 • ristað samlokubrauð
Leiðbeiningar:
 
Fylltu stóra skál með köldu vatni og bættu við nægu af salti til að gera vatnið eins salt og hafið. Setjið laxinn út í og látið standa í 10 mínútur.
 
Ristið kúmen-/fennelfræ og kóríanderfræ á heitri pönnu, hrærið stöðugt þar til þau eru farin að ilma í um eina mínútu. Setjið í matvinnsluvél eða mortél og merjið í fínt duft.
 
Í skál, hrærið saman salti, sykri, og kryddi og blandið vel saman. 
 
Fjarlægðu lax úr saltbaðinu og þurrkaðu með pappír. Snúðu laxinum upp, roðinu niður og setjið um helming saltblöndunnar yfir allt. Nuddið henni með fingrum í laxinn.
 
Setjið helminginn af dillinu yfir og hyljið með plasti. Setjið þungan bakka þar ofan á og geymið í kæli í einn dag.
 
Takið laxinn og snúið upp. Setjið meira af söxuðu dilli á laxinn og hyljið svo með plasti. Setjið þyngdina aftur ofan á og kælið þar til laxinn er nægilega grafinn, í einn til tvo daga. 
 
Fyrir sósu: 
 1. Gerið sósuna áður en laxinn er framreiddur. Blandið ediki saman við dill, sinnep og sykur í blandara, þar til dillið er mjög fínt hakkað. Bætið við olíu og blandið saman þar til sósan er orðin mjúk. Kryddið með salti og pipar.
 2. Takið laxinn og skafið dillið af – og setjið á skurðarbretti. Skerið graflaxinn í þunnar sneiðar með beittum hnífi. Raðið honum á brauðsneiðar að eigin vali, dreifið sósu yfir og framreiðið. 
Graflax má geyma í kæli í góðum umbúðum í um fimm daga.
 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...