Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Fréttir 3. september 2018

Tveir af hverjum þremur fiskum enda sem brottkast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lendir einn af hverjum þremur fiskum sem veiddur er í heiminum sem fæða. Tveir af hverjum þremur fiskum sem veiddir eru enda sem brottkast eða skemmast áður en þeir eru borðaðir.

Ástæða þess að veiddur fiskur nýtist illa samkvæmt skýrslu FAO er að meðafla og undirmálsfiski sé oft hent sérstaklega við veiðar hjá stórum togurum. Önnur ástæða er vanþekking á geymsluaðferðum eða skortur á kælibúnaði.

Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki samkvæmt því sem segir í skýrslunni, The state of Worlds Fisheries and Aquaculture. Munar þar mestu um aukið fiskeldi í Kína þaðan sem helmingur af eldisfiski á heimsmarkaði kemur í dag. FAO gerir ráð fyrir að fiskeldi í sjó á heimsmælikvarða eigi eftir að aukast um 30% til ársins 2030.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að afli heimsveiði úr sjó hafi nánast staðið í stað frá 1980 sé þriðji hver nytjastofn ofnýttur og að fjöldi nytjastofna sem flokkast sem ofnýttur sé alltaf að aukast. 

Skylt efni: sjávarnytjar | FAO

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...