Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Fréttir 3. september 2018

Tveir af hverjum þremur fiskum enda sem brottkast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lendir einn af hverjum þremur fiskum sem veiddur er í heiminum sem fæða. Tveir af hverjum þremur fiskum sem veiddir eru enda sem brottkast eða skemmast áður en þeir eru borðaðir.

Ástæða þess að veiddur fiskur nýtist illa samkvæmt skýrslu FAO er að meðafla og undirmálsfiski sé oft hent sérstaklega við veiðar hjá stórum togurum. Önnur ástæða er vanþekking á geymsluaðferðum eða skortur á kælibúnaði.

Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki samkvæmt því sem segir í skýrslunni, The state of Worlds Fisheries and Aquaculture. Munar þar mestu um aukið fiskeldi í Kína þaðan sem helmingur af eldisfiski á heimsmarkaði kemur í dag. FAO gerir ráð fyrir að fiskeldi í sjó á heimsmælikvarða eigi eftir að aukast um 30% til ársins 2030.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að afli heimsveiði úr sjó hafi nánast staðið í stað frá 1980 sé þriðji hver nytjastofn ofnýttur og að fjöldi nytjastofna sem flokkast sem ofnýttur sé alltaf að aukast. 

Skylt efni: sjávarnytjar | FAO

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...