Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ssang Young Rexton. Ódýrari breytingin hækkar veghæðina um 90 mm.
Ssang Young Rexton. Ódýrari breytingin hækkar veghæðina um 90 mm.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 12. apríl 2017

Tveir 33 tommu breyttir sjö manna Ssang Yong Rexton á mjög góðu verði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Bílabúð Benna hefur lækkað nánast alla nýja bíla töluvert vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar.
Einhvern veginn hefur mér fundist Bílabúð Benna alltaf aðeins á undan öðrum að lækka verð ef gengi krónunnar styrkist miðað við aðra innflytjendur á bílum.
 
Nú fæst ódýrasti beinskipti Rexton jeppinn á 4.790.000 (til samanburðar kostaði Rexton frá 6.890.000 fyrir tveim árum). Ég prufukeyrði fyrir nokkru báða 33 tommu breyttu Rexton jeppana sem eru í sýningarsal Bílabúð Benna.
 
Misdýrar breytingar í sömu hæð dekkja, en munurinn mikill
 
Ég byrjaði á ódýrari bílnum sem er með upphækkunina í klossum undir gormunum og á 275/70/18 dekkjum, en svona breyting kostar 550.000 og hækkar veghæð bílsins um 90 mm. Að keyra þennan bíl er fínt. Sérstaklega á malbiki þar sem 18 tommu dekkin eru ekkert með of háan prófíl og því svarar bíllinn vel á malbikuðum vegum. 
 
Á möl og í snjó gera dekkin á 18 tommu felgunum bílinn frekar stífan og fjöðrun verður ekki mikil. Þrátt fyrir þetta fannst mér merkilegt hvað bíllinn komst í snjó án þess að hleypa neinu lofti úr dekkjunum.
Seinni bíllinn er mun meira breyttur og hækkar veghæðina um 115 mm. Hann er á 16 tommu felgum.
Dekkjastærðin er 285/75/16 og er sá bíll hækkaður á boddí og með brettaköntum, en þessi breyting kostar 1.890.000. Mun betra er að keyra þennan bíl á möl og í snjó. Þar gefa 16 tommu dekkin miklu betri fjöðrun og eru aðeins breiðari og flotið á snjó verður mun meira. Það ætti að vera hægt að hleypa töluvert úr þessum dekkjum til að fá enn betra flot þar sem að belghæð dekkjanna er mikil. Lastið við þennan bíl er að hann er aðeins „svagari“ í beygjum á malbiki samanber í hringtorgum , þar sem manni fannst hann halla mikið.   
 
Verðmismunurinn töluverður, en dýrari kosturinn er mun álitlegri
 
Verðmunurinn er mikill á þessum tveim breytingum, en ódýrari bíllinn sem ég ók kostar með breytingu 6.040.000 og sá dýrari kostar 7.380.000. Fyrir mér er það ekki spurning að dýrari bíllinn er mun betri kostur. Svo finnst mér hann miklu flottari.
 
Í bílnum er 2,2 lítra dísilvél.  Og með sjö þrepa sjálfskiptingu skilar vélin 178 hestöflum. Kraftur vélarinnar ræður vel við svona stór dekk. Vissulega er bíllinn þó að eyða töluvert meira eldsneyti á svona stórum dekkjum miðað við uppgefna eyðslu sem er 7,4 lítrar á hundraðið. Gæti trúað að eyðsla í meðalakstri á þessum bílum sé á bilinu 9–10 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri). 
 
Dráttargeta bílsins er uppgefin 2.600 kg, sama og á eldri bílnum sem var með 23 hestöflum minni vél og prófaður var hér í blaðinu í febrúar 2015. 
 
Mikið um nýjungar frá eldri árgerðinni
 
Að keyra báða bílana fannst mér gott, sæti fín og nú er miðsætaröðin með hita í sætunum. Fremstu sætin eru með bæði valmöguleika að hafa sætin heit eða köld, en öftustu sætin tvö eru ekki fyrir mjög stóra.
Myndi segja 40 kg og 150 á hæð sé í lagi, en óþægilegt til lengdar fyrir þá sem eru þyngri og hærri. 
Sjálfskiptingin er 7 þrepa og virkar nánast eins og stiglaus skipting. Allavega finnur maður lítið fyrir því þegar bíllinn skiptir sér. Hægt að stilla hana á sumar- og vetrarstillingu, en vetrarstillingin er mun mýkri í átaki sem minnkar líkur á óþarfa spóli. 
 
Hiti er í stýrinu, bakkmyndavél og tölvustýrð loftkæling. 
 
Það eina sem ég get lastað við bílinn er varadekkið sem er það sem ég kalla aumingi og að dráttargetan er ekki nema 2600 kg. Hefði líka viljað sjá a.m.k. 3.000 kg dráttargetu á svona kraftmiklum bíl. Að öllu öðru leyti var ég ánægður með bílinn.
 
Alvöru jeppi á frábæru verði
 
Ef ég ætti að velja á milli þessara tveggja bíla, þá myndi ég velja dýrari bílinn þar sem hann hentar mér og mínum þörfum betur, þrátt fyrir að vera rúmlega milljón dýrari. Þá er 7.380.000 krónur fyrir fullbúinn fjallabíl, nánast sama verð eða minna en verð á öðrum óbreyttum jeppum sem eru sambærilegir og flokkast í sama flokk og Ssang Yong Rexton.
 
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um SsangYong Rexton á vefslóðinni www.benni.is. Mitt mat er að þarna er á ferðinni mjög góður alvöru jeppi á frábæru verði. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
Þyngd 2.049 kg
Hæð 1.840 mm
Breidd 1.900 mm
Lengd 4.755 mm
 
Verð frá 4.790.000
 

 

7 myndir:

Skylt efni: Ssang Young Rexton

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...