Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Trúartengdar vottanir
Á faglegum nótum 11. desember 2018

Trúartengdar vottanir

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Í tveimur elstu og útbreiddustu trúarbrögðunum heimsins - Íslam og Gyðingdómi - eru gerðar strangar kröfur til matvæla. Hjá Gyðingum kallast þær Kosher en Halal hjá Múslimum. Í þeim löndum sem kenna sig við þessi trúarbrögð er einfaldlega gerð krafa um að þær séu uppfylltar og í hinum Vestræna heimi fer eftirspurnin sívaxandi.
 
Matvæla­fram­leiðendur eru því í auknum mæli farnir að taka tillit til þessara stóru trúarhópa og hafa þær verið einna mest vaxandi matvæla­full­yrðingarnar undanfarin ár. 
 
Sjaldnast trúarlegar ástæður
 
Í hinum vestræna heimi velja stærstu kaupendahóparnir þær hins vegar af öðrum ástæðum en trúarlegum, einkum þeirri að þær eru framleiddar undir ströngu eftirliti sem gefur þeim ákveðinn gæðastimpil. Kannanir sýna að þeir sem velja Kosher/Halal vottuð matvæli geri það vegna þess að þeir treysti þeim betur, telji þær hollari, af meiri gæðum og í tengslum við veganisma, ofnæmi- og óþol.
 
Kosher
 
Alþjóðlegi Kosher mark­aðurinn var metinn á 24 trilljónir Banda­ríkja­­dala árið 2017 og er áætlað að hann muni vaxa um 11,6% á ári frá 2017-2025.
 
Orthodox Union (O.U.) eru ein elstu samtök Gyðinga í Bandaríkjunum. Þau eru þekktust fyrir vottunarþjónustu sína og er U merkið þeirra algengasta vottunarmerkið. Helsti keppinautur þeirra er votttunarstofan OK Kosher Certification sem notar merkið K með hring utan um. Fjölmargar aðrar vottunarstofur bjóða Kosher vottun, hver og ein með sitt eigið merki. Ef á vöru er einungis stafurinn K án tilvísunar, þýðir það að framleiðandinn segi vöruna uppfylla kröfurnar en að varan sé ekki vottuð af þriðja aðila.
 
Fulltrúar O.U. telja að allt að 80% af sölu Kosher merktra matvæla sé utan hins hefðbundna Gyðingamarkaðar og að yfir tólf milljónir Bandaríkjamanna velji Kosher merkt matvæli. Eins hafa múslimar tilhneygingu til að velja Kosher vottuð matvæli þegar Halal vottuð eru ekki í boði.
 
Í Kosher lögunum eru gerðar miklar kröfur til hreinlætis, hreinleika og gæða en einnig um hvaða tegundir matvæla Gyðingar megi borða og hvernig þau skuli matreidd. Ekki má neyta ákveðinna kjöt- og fisktegunda eins og svínakjöts, skelfisks eða fiska sem voru ekki með ugga eða hreistur sem auðvelt var að fjarlægja. Það á einnig við um afurðir eins og fitu, kítin og gelatín sem unnin eru úr dýraafurðum. Slátrun verður að vera samkvæmt lögum Gyðinga og svo gilda enn strangari reglur á föstunni, en þá mega Kosher matvæli ekki innihalda ýmsar korntegundir.
 
Halal
 
Árið 2017 var alþjóðlegi Halal markaðurinn metinn á tæpar 1,4 trilljónir Bandaríkjadala sem er þó einungis um 6% af stærð Kosher markaðarins. Búist er við því að hann muni vaxa um ríflega 11% á ári fram til ársins 2024 og muni þá hafa næstum tvöfaldast að stærð.
 
Í Bandaríkjunum keyptu neytendur Halal vottuð matvæli fyrir tæpa 23 milljarða dollara árið 2016 og er áætlað að árið 2021 muni þeir eyða tæpum 27 milljörðum dollara í slík matvæli. Ólíkt Kosher eru engin sérstök merki langalgengust eða ákveðin vottunarstofa stærst eftir því sem höfundur kemst næst.
 
Halal er arabískt orð sem þýðir löglegt eða leyfilegt. Allur fiskur er Halal en eftirfarandi mat- og drykkjarvörur eru ekki leyfilegar: Áfengi og aðrir vímugjafar, svínakjöt og svínakjötsafurðir, dýr sem var ekki slátrað með Halal aðferðinni, dýr sem voru dauð fyrir slátrun, kjötætur og ránfuglar, blóð og blóðafurðir og dýr sem eru menguð af því sem talið var upp. Gerð er krafa um að dýrum sé látið blæða vel eftir slátrun og að nafn Allah sé nefnt um leið og dýrin eru skorin á háls. Framleiðslutæki, hreinsiefni og umbúðir verða að vera laus við bönnuð efni.
 
Dæmi frá Íslandi
 
Lýsi hf. hefur verið með Halal vottun á olíuna sína í nokkur ár en hún er vottuð af Halal Authority Board í Bretlandi. Samvæmt viðmælandi hjá fyrirtækinu er slík vottun forsenda fyrir útflutning til múslimalanda. Þrjú sláturhús á Íslandi hafa fengið Halal vottun til að auðvelda sölu inn á erlenda markaði. Þó slíkt kjöt sé á markaði hérlendis er það ekki sérstaklega merkt. Það kjöt sem fer til útflutnings er það hins vegar. Mjólkursamsalan stefnir að því að fá Kosher vottun á mjólk, smjör og ost vegna beiðni frá evrópskum kaupendum sem selja þær til aðila sem krefjast slíkrar vottunar.
 
– Oddný Anna Björnsdóttir er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og bóndi í Gautavík. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu.

10 myndir:

Skylt efni: vottanir

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...