Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Fréttir 20. maí 2019

Trjáplöntum bjargað úr Holuskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í síðustu viku að ríkið væri búið að samþykkja tilboð í að reisa Hús íslenskunnar. Grunnur húss var grafinn 2013 og hefur staðið auður síðan þá og ýmiss konar gróður, þar á meðal trjáplöntur, hafið landnám í holunni.

Þórdís Úlfarsdóttir orðabókarritstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum pottar trjáplöntum.

Af þeim tegundum sem vaxa í grunninum eru dúnurt, arfi, gras og víðir mest áberandi og af einstökum tegundum má nefna augnfró, krossfífil, hóffífil, vætudúnurt, akurarfa, blóðarfa, njóla, baldursbrá og garðamaríustakk. Þar fundust einnig sex trjátegundir, grávíðir, gulvíðir, alaskaösp, birki, reynir og greni.

Búið að taka tilboði í að reisa húsið

Eva María Jónsdóttir, upplýsinga­fulltrúi Árnastofnunar, segir að á ársfundinum 8. maí hafi meðal annars verið tilkynnt um að framkvæmdir við húsið mundu hefjast fljótlega.

„Á fundinum voru kynntar nýjungar í starfi stofnunarinnar og svo skemmtilega vildi til að daginn fyrir fundinn varð ljóst að ríkið væri búið að taka tilboði verktaka til að reisa húsið.“ Eva segir að oft hafi verið talsverð spenna á ársfundunum vegna áralangrar biðstöðu við byggingu hússins. „Að þessu sinni var því raunverulega hægt að gleðjast og fagna þessum tímamótum.“

Stæðileg ösp sem verður flutt á nýjan stað innan borgarlandsins.

Auðlegðin í holunni

„Líkt og aðrar stofnanir er Árnastofnun að reyna að gera starfsemi sína umhverfisvænni og taka græn skref og kolefnisjafna að minnsta kosti vinnuferðir starfsmanna. Okkur þótti því sjálfsagt að nýta þá auðlegð sem hefur myndast í holunni og bjarga eins miklu af trjáplöntum og hægt er og flytja þær annað.
Við tókum því upp rúmlega hundrað plöntur, víði, ösp, greni og birki, og færðum Skógræktarfélagi Reykjavíkur að gjöf og mun félagið sjá um að finna þeim stað innan borgarlandsins.“

Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur var starfsfólki Stofnunnar Árna Magnússonar til aðstoðar við upptöku á plöntunum.

 

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...