Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Fréttir 20. maí 2019

Trjáplöntum bjargað úr Holuskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í síðustu viku að ríkið væri búið að samþykkja tilboð í að reisa Hús íslenskunnar. Grunnur húss var grafinn 2013 og hefur staðið auður síðan þá og ýmiss konar gróður, þar á meðal trjáplöntur, hafið landnám í holunni.

Þórdís Úlfarsdóttir orðabókarritstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum pottar trjáplöntum.

Af þeim tegundum sem vaxa í grunninum eru dúnurt, arfi, gras og víðir mest áberandi og af einstökum tegundum má nefna augnfró, krossfífil, hóffífil, vætudúnurt, akurarfa, blóðarfa, njóla, baldursbrá og garðamaríustakk. Þar fundust einnig sex trjátegundir, grávíðir, gulvíðir, alaskaösp, birki, reynir og greni.

Búið að taka tilboði í að reisa húsið

Eva María Jónsdóttir, upplýsinga­fulltrúi Árnastofnunar, segir að á ársfundinum 8. maí hafi meðal annars verið tilkynnt um að framkvæmdir við húsið mundu hefjast fljótlega.

„Á fundinum voru kynntar nýjungar í starfi stofnunarinnar og svo skemmtilega vildi til að daginn fyrir fundinn varð ljóst að ríkið væri búið að taka tilboði verktaka til að reisa húsið.“ Eva segir að oft hafi verið talsverð spenna á ársfundunum vegna áralangrar biðstöðu við byggingu hússins. „Að þessu sinni var því raunverulega hægt að gleðjast og fagna þessum tímamótum.“

Stæðileg ösp sem verður flutt á nýjan stað innan borgarlandsins.

Auðlegðin í holunni

„Líkt og aðrar stofnanir er Árnastofnun að reyna að gera starfsemi sína umhverfisvænni og taka græn skref og kolefnisjafna að minnsta kosti vinnuferðir starfsmanna. Okkur þótti því sjálfsagt að nýta þá auðlegð sem hefur myndast í holunni og bjarga eins miklu af trjáplöntum og hægt er og flytja þær annað.
Við tókum því upp rúmlega hundrað plöntur, víði, ösp, greni og birki, og færðum Skógræktarfélagi Reykjavíkur að gjöf og mun félagið sjá um að finna þeim stað innan borgarlandsins.“

Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur var starfsfólki Stofnunnar Árna Magnússonar til aðstoðar við upptöku á plöntunum.

 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...