Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Fræðsluhornið 18. maí 2018

Trefjar úr ananaslaufblöðum í nytjahluti

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Frumkvöðullinn og doktorinn Carmen Hijosa þróaði vörumerkið Piñatex® fyrir sjö árum í rannsóknarskyni. Hún er sérfræðingur í leðurvörum og var við ráðgjöf á Filippseyjum upp úr 1990 þegar henni blöskraði umhverfisáhrifin sem leðurframleiðsla og litun með kemískum efnum höfðu.
 
 Carmen vissi að PVC-efni voru ekki lausnin svo hún var staðráðin í að kanna sjálfbærari aðferðir. Áður en langt um leið hafði hún þróað náttúrulega vefnaðarvöru sem búin er til úr trefjum ananaslaufblaða og má því segja að um hliðarafurð í landbúnaði sé að ræða. 
 
Fyrirtæki Carmen, Ananas Anam, er nú þekkt víða um heim og þá sérstaklega innan tísku- og húsgagnageirans. Þegar hún hóf þessa ferð var Carmen innblásin af gnægð náttúrulegra auðlinda, þar á meðal notkun á plöntutrefjum í hefðbundnum vefnaði eins og í hinum fínofna Barong Tagalog-fatnaði. Carmen leitaðist því við að hanna nýja vefnaðarvöru sem var ekki ofin sem væri hægt að framleiða í viðskiptalegum tilgangi, skapa jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif og viðhalda lágu umhverfisfótspori í gegnum líftíma þess.
 
Notað í skó, fatnað og áklæði í bíla
 
Eftir mikla hugmyndavinnu og þróun komst Carmen að því að trefjar í laufblöðum ananasplöntunnar var það sem hún var að leita að. Úr þeim gat hún framleitt leðurlíki á sjálfbæran hátt til viðbótar við það sem fyrir var á markaði. Hráefni sem áður var hent en er nú hægt að nýta og skapar störf í samfélögum þar sem landbúnaður er enn á þróunarstigi. Hér náði Carmen því að samhæfa sýn sína í eitt fyrir sjálfbærari framtíð sem tengir saman fólk, umhverfi og hagkerfi. Carmen hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim fyrir uppgötvun sína og er þekktur fyrirlesari. Í dag heldur hún áfram að þróa Piñatex®-vörulínu sína. 
 
Piñatex® er sem fyrr sagði búið til úr trefjum laufblaða ananasplöntunnar. Þessum laufblöðum var áður fyrr hent í ananasuppskerunni og er því hliðarafurð í landbúnaði. Hinum löngu trefjum úr blöðunum er náð út með sérstakri vél sem bændur á hverjum stað sinna og fá aukalega greitt fyrir. Þegar búið er að ná trefjunum úr laufblöðunum eru þau notuð sem næringarríkur áburður eða í lífeldsneyti svo ekkert fer til spillis við framleiðsluna. Trefjarnar fara í áframhaldandi vinnsluferli þar sem þeim er rúllað upp í stóra möskva sem unnið er frekar úr í þar til gerðum verksmiðjum á Spáni. Lokavaran, leðurlíkið Piñatex®,  er mjúkt og sveigjanlegt efni en um leið varanlegt. Frá Spáni er vörunni dreift frá fyrirtæki Carmen til hönnuða sem nota hana meðal annars í skó, tískufylgihluti, fatnað, í húsgagnaframleiðslu og sem áklæði í bíla sem dæmi. 

4 myndir:

Skylt efni: Trefjar | ananasblöð

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...