Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Torfhúsin njóta virðingar
Líf og starf 19. júní 2014

Torfhúsin njóta virðingar

Þegar kom fram á 20. öldina þóttu torfbyggingar ekki merkilegar, þær voru rifnar eða látnar grotna niður þúsundum saman um land allt, bæði kirkjur, bæir og útihús. Nú er öldin önnur og íslenski torfbærinn þykir með því merkasta sem Íslendingar leggja til byggingarlistar heimsins. Íslenski torhúsaarfurinn er á leið á heimsminjaskrá UNESCO.

Björn G. Björnsson.Fyrir ári sendi Björn G. Björnsson hönnuður frá sér fjórar snotrar myndabækur um tiltekin atriði menningararfsins, meðal annars um torfkirkjurnar sem eftir eru á Íslandi og stóru torfbæina. Bækurnar fást bæði á íslensku og ensku. Salka gefur út.

Verðmætur menningararfur

Stóru torfbæirnir á Íslandi eru heimsóttir; Árbær í Reykjavík, Glaumbær í Skagafirði, Laufás í Eyjafirði, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Þverá í Laxárdal, Bustarfell í Vopnafirði og Keldur á Rangárvöllum, auk þess sem litið er við í safnbænum í Skógum undir Eyjafjöllum. Þessi torfhús eru einstök að allri gerð og eitt af því merkasta sem Íslendingar eiga. Í sumum þessara bæja var búið langt fram á 20. öld og í flestum þeirra eru starfrækt byggðasöfn. Húsin eru því í notkun og hafa enn meira gildi fyrir vikið. Mörg önnur hús úr torfi, bæði stór og smá, er að finna á Íslandi þótt þetta séu glæsilegustu dæmin um þessa séríslensku húsagerð.

Fimm torfkirkjur í upprunalegri mynd

Torfkirkjurnar íslensku sem enn standa í upprunalegri mynd eru aðeins fimm. Kirkjan á Víðimýri í Skagafirði er talin þeirra fegurst, Grafarkirkja á Höfðaströnd elst og fornlegust og Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er stærst. Kirkjan á Hofi í Öræfum er yngst og bænahúsið á Núpsstað er þeirra langminnst. Sú sjötta er Safnkirkjan í Árbæ, sem reist var 1961 úr viðum eldri kirkju frá Silfrastöðum í Skagafirði. Það má því segja að fjórar séu af Norðurlandi en tvær af Suðurlandi. Stafbyggð torfkirkja var síðan reist við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal í tilefni af þúsund ára kristnitöku árið 2000. Til stendur að tilkynna íslenskan byggingararf úr torfi á lista UNESCO yfir heimsminjar.

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...