Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tónlist fyrir kýr
Skoðun 21. nóvember 2014

Tónlist fyrir kýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þremenningssveitin Stereo Hypnosis sendi nýlega frá sér hljómdiskinn Morphic Ritual sem verður að teljast ein allra fallegasta raftónlist sem hægt er að hugsa sér að spila við gegningar í fjósinu.

Ekkert sem heyrst hefur til þessa getur mögulega hljómað eins fallega þegar gengið er eftir fóðurganginum og kúnum gefið, horft á þær jórtra eða ganga sjálfviljugar í mjaltaróbótinn.

Umhverfishljóð úr Bjarnarfirði

Diskurinn er sjö laga og sá fimmti sem Stereo Hypnosis sendir frá sér. Umhverfishljóðin á disknum og tónlistin eru að hluta tekin upp á Bakka í Bjarnarfirði auk þess sem upptökur fóru fram í Reykjavík og Berlín.

Stereo Hypnosis er upphaflega samstarf feðganna Óskars og Pans Thorarensen og seinna bættist Þorkell Atlason við. Á disknum leikur Óskar á hljóðgervla og sér um hljóðbjögun, Pan forritar og leikur á trommur en feðgarnir sjá sameiginlega um upptökur. Þorkell Atlason leikur á gítar og bassa og sér um úrvinnslu hljóðanna.

Raftónar og lífræn náttúruhljóð

Lögin á Morphic Ritual eru hvoru tveggja í senn seiðandi og falleg. Í þeim renna saman lífræn umhverfishljóð, fuglasöngur, regn og ölduniður, og raftónar á þann hátt að bæði menn og skepnur lygna aftur augunum og líður vel við hlustunina. Tónlistin er töfrum gædd, hún eykur nyt kúnna og veldur því að mjólkin streymir lausar í mjaltavélarnar.
Þrátt fyrir að ekki sé einfalt að lýsa tónlistinni er hún hvoru tveggja í senn ójarðbundin  sveimhugatónlist og jarðbundin sveitatónlist sem ég ætla mér að kalla Abient country.

Tónlist Stereo Hypnosis er ólík allri íslenskri tónlist sem ég hef heyrt til þessa og óhætt að segja að sveitin fari sínar eigin leiðir óháð þeim straumum og stefnum sem vinsælastar eru hér á landi um þessar mundir.

Tónleikar Stereo Hypnosis vöktu talsverða og verðskuldaða athygli á Air Waves-hátíðinni nú í haust en undanfarin misseri hefur hljómsveitin verið eftirsótt á raftónlistarhátíðum víða í Evrópu og í Kanada.

Ef leita á hliðstæðu í tónlist má benda á tónlistarmenn eins og Brian Eno, Harold Budd, Ash Ra Tempel, Ry Cooder og fyrstu verk hljómsveitarinnar Tangerine Dream.

Horft út um gluggann

Myndin sem prýðir umslagið utan um diskinn er látlaus. Hún sýnir útsýni út um glugga, að ég tel vera í Bjarnarfirði á Ströndum. Fyrir utan má sjá víðirunna, sem seinna munu verða skjólbelti, og eitt smávaxið og einmanalegt sígrænt tré í grasinu.

Áður hefur Stereo Hypnosis sent frá sér verkin  Parallel Island, Hypnogogia og Synopsis í samstarfi við Pulse og Glossolalia. 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...