Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tölum mjög ábótavant um hrossaeign á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum
Fréttir 9. júlí 2018

Tölum mjög ábótavant um hrossaeign á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í tölum í þróun hrossaeignar landsmanna frá 1980 sést að frá 1985 fór hestaeign að aukast og náði hámarki 1996 þegar hross í landinu voru talin vera 80.517. Skráning hrossa virðist þó aldrei hafa verið jafn nákvæm og skráning annars búfjár og hefur mikill misbrestur verið í þeim tölum frá 2013.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafa mikil vanhöld verið á gagnaöflun á höfuðborgarsvæðinu frá 2013. Kemur það berlega fram í útskýringum frá Matvælastofu sumarið 2014. Þar segir m.a.:
„Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Sex dýraeftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlitsmanna (10–12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustsskýrslna ólokið. Fækkun stöðugilda og innleiðing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eftirfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður.“

Vandinn virðist vera tvíþættur. Annars vegar hreinn trassaskapur hestaeigenda og hins vegar telur MAST sig ekki hafa mannafla til að annast fullnægjandi eftirfylgni  í talningum á hrossum í þéttbýli. Þar er misbresturinn greinilega mestur í skýrsluhaldinu. Þetta þýðir að hagtölur íslenska ríkisins hvað hrossaeign varðar eru rangar. Deila má um hversu skekkjan er mikil en þar getur mögulega hlaupið á 4 til 8 eða jafnvel 10 þúsund hrossum.

Hross á höfðuborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru flest nærri 12.000 árið 2003

Tölur um hrossaeign á höfuð­borgarsvæðinu er fyrst að finna í gögnum Hagstofu frá 1998. Þá voru hross á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum samtals talin vera 7.772. Yfirleitt hafa hross á þessu svæði síðan verið  á bilinu 8 til 9 þúsund en voru flest 2003, eða 11.969. Þau eru nú einungis sögð vera 3.408.

Tölur fram til 2013 eru samkvæmt talningu dýraeftirlitsmanna sem stunduðu þessa talningu af samviskusemi árum saman. Eftir að fækkað var um helming í hópi dýraeftirlitsmanna, þegar MAST tók við því hlutverki í upphafi árs 2014, þá olli það strax vandræðum samfara trassaskap hestaeigenda varðandi upplýsingaskyldu. Dýraeftirlitsmenn, sem áður voru á forræði sveitarfélaga og undir handarjaðri sérfræðinga hjá Bændasamtökum Íslands, voru orðnir það fáir að þeir töldu sig ekki hafa tíma til að sinna fullnægjandi talningu á hrossum í þéttbýli. Af þeim sökum eru engar tölur til um fjölda hrossa á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum árin 2014 og 2015.  Nokkuð var bætt úr þessu á árunum 2016 og 2017 en þá eingöngu í gegnum bætt skýrsluhald en ekki beina talningu. Því má leiða líkum að því að það vanti að minnsta kosti 4.000 hross á þessu svæði í opinberar tölur í dag og líklega nær 5.000 ef miðað er við árin á undan. Vantalin hross á landinu öllu gætu líka allt eins verið um 8.000 þegar allt er tekið með, og jafnvel fleiri.

Vonast eftir úrbótum við skráningu í haust

Vonast er til að á næsta ári liggi fyrir áreiðanlegri tölur varðandi hrossaeign landsmanna. Matvælastofnun vinnur nú að því í samvinnu við Bændasamtök Íslands að einfalda kerfið í stað þess að fara í harðari aðgerðir eins og lög gera þó ráð fyrir. Áætlað er að næsta haust verður komin tenging á milli WorldFengs og Bústofns til þess að einfalda skráningu á hrossum. Þannig að eigendur hrossa í WorldFeng geti skilað haustsskýrslu um leið og þeir ganga frá skýrsluhaldi í hrossarækt í WorldFeng.

Sá galli er á slíku að eitthvað er um að eigendur hrossa eða umráðamenn gangi ekki frá skráningum í WorldFeng, sem er lögbundin hjarðbók í hrossarækt skv. reglugerð um merkingar búfjár.

Það kostar ekkert að skrá hrossin

Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins bera hrossaeigendur m.a. fyrir sig kostnað sem þeir þurfa að bera af skráningu. Þetta er þó á misskilningi byggt samkvæmt upplýsingum frá MAST. Skráningin er hrossaeigendum að kostnaðarlausu.

Matvælastofnun mun meta árangurinn af þessum aðgerðum sínum við einföldun kerfisins í lok árs og taka síðan ákvörðun í framhaldi af því. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...