Tollkvótum úthlutað
Mynd / Cindie Hansen
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Jafnvægisverð reyndist 520 krónur fyrir hvert kíló í nýafstöðnu tollkvótaútboði vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB á síðari sex mánuðum ársins 2024, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Athygli vakti þegar jafnvægisverðið var ein króna á kíló fyrir tollkvóta á nautakjöti vegna innflutnings á fyrri hluta ársins. Í fyrra voru verðin 690 kr./kg og 550 kr./kg. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta fyrir þau 348 tonn sem voru til úthlutunar en tilboðsmagnið var rúm 1.400 tonn. Hæsta boð var 1.001 kr./kg og lægsta tilboð 0 kr./kg. Ellefu tilboðsgjafar hlutu úthlutun.

Eftirspurn eftir tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti var mikil en þrettán tilboð bárust og var tilboðsmagnið rúm 2.100 tonn en til úthlutunar voru 528 tonn. Reyndist jafnvægisverðið fyrir alifuglakjöt 589 kr./kg en 49 kr./kg í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Tollkvótum fyrir 115 tonnum af sérostum verður úthlutað frítt til átta fyrirtækja en 21 tilboð barst og var tilboðsmagnið tæp 1.400 tonn.

Niðurstöður úthlutunar á ESB- tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024 verða birtar á vef matvælaráðuneytisins.

Einnig verða birtar niðurstöður um úthlutun á WTO-tollkvóta vegna innflutnings á ýmsum vörum. Þrettán tilboð bárust og var tíu tilboðum tekið. Jafnvægisverð á tollkvótum fyrir 64 tonn af svínakjöti reyndist 0 kr./kg. Tollkvótar fyrir kinda- og geitakjöt reyndust 1 kr./ kg og tollkvóti fyrir 13,5 tonn af smjöri og annarri fitu var 1 kr./kg. Jafnvægisverðið fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á 95 tonnum af nautakjöti reyndist 500 kr./kg.

Þá verður tilkynnt um úthlutun á EFTA-tollkvótum en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingunum mun jafnvægisverð fyrir innflutningi á 10 tonnum af nautakjöti vera ein króna fyrir kílóið.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...