Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tollkvótum úthlutað
Mynd / Cindie Hansen
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Jafnvægisverð reyndist 520 krónur fyrir hvert kíló í nýafstöðnu tollkvótaútboði vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB á síðari sex mánuðum ársins 2024, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Athygli vakti þegar jafnvægisverðið var ein króna á kíló fyrir tollkvóta á nautakjöti vegna innflutnings á fyrri hluta ársins. Í fyrra voru verðin 690 kr./kg og 550 kr./kg. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta fyrir þau 348 tonn sem voru til úthlutunar en tilboðsmagnið var rúm 1.400 tonn. Hæsta boð var 1.001 kr./kg og lægsta tilboð 0 kr./kg. Ellefu tilboðsgjafar hlutu úthlutun.

Eftirspurn eftir tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti var mikil en þrettán tilboð bárust og var tilboðsmagnið rúm 2.100 tonn en til úthlutunar voru 528 tonn. Reyndist jafnvægisverðið fyrir alifuglakjöt 589 kr./kg en 49 kr./kg í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Tollkvótum fyrir 115 tonnum af sérostum verður úthlutað frítt til átta fyrirtækja en 21 tilboð barst og var tilboðsmagnið tæp 1.400 tonn.

Niðurstöður úthlutunar á ESB- tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024 verða birtar á vef matvælaráðuneytisins.

Einnig verða birtar niðurstöður um úthlutun á WTO-tollkvóta vegna innflutnings á ýmsum vörum. Þrettán tilboð bárust og var tíu tilboðum tekið. Jafnvægisverð á tollkvótum fyrir 64 tonn af svínakjöti reyndist 0 kr./kg. Tollkvótar fyrir kinda- og geitakjöt reyndust 1 kr./ kg og tollkvóti fyrir 13,5 tonn af smjöri og annarri fitu var 1 kr./kg. Jafnvægisverðið fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á 95 tonnum af nautakjöti reyndist 500 kr./kg.

Þá verður tilkynnt um úthlutun á EFTA-tollkvótum en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingunum mun jafnvægisverð fyrir innflutningi á 10 tonnum af nautakjöti vera ein króna fyrir kílóið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...