Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 2. mars 2016

Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á lokadegi búnaðarþings samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.

Í ályktuninni segir: „Þingið krefst þess að stjórnvöld skipi þegar í stað starfshóp með fulltrúum bænda þar sem mat verður lagt á hvernig einstaka búgreinar geta tekist á við afleiðingar samningsins. Sérstaklega verði horft til svína- og alifuglaræktar, enda tekjutapið gríðarlegt í þeim greinum.“

Meta á kostnað við nýjar aðbúnaðarreglugerðir
Starfshópurinn á sömuleiðis að meta kostnað og áhrif sem nýjar aðbúnaðarreglugerðir hafa fyrir landbúnaðinn. Horfa skal til þess sem tíðkast í nágrannalöndunum þar sem stuðningur fylgir hertum kröfum.

Í ályktuninni segir jafnframt að unnin skuli fagleg úttekt á áhrifum breytinga á tollaumhverfinu og aðbúnaðarkröfum sem gerðar eru í landbúnaðinum. Á grundvelli hennar verði bændum sköpuð eðlileg starfsskilyrði inn í framtíðina, enda er það forsenda þess að bændur sjái sér fært að ráðast í þær dýru og umfangsmiklu framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla reglugerðir sem settar hafa verið.

Vilja ekki fullgilda tollasamning fyrr en upplýsingar liggja fyrir um áhrifin
Stjórn Bændasamtakanna var falið að setja málið í forgang og fara fram á að tollasamningurinn verði ekki fullgildur fyrr en starfshópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum og gripið hefur verið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...