Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 2. mars 2016

Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á lokadegi búnaðarþings samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.

Í ályktuninni segir: „Þingið krefst þess að stjórnvöld skipi þegar í stað starfshóp með fulltrúum bænda þar sem mat verður lagt á hvernig einstaka búgreinar geta tekist á við afleiðingar samningsins. Sérstaklega verði horft til svína- og alifuglaræktar, enda tekjutapið gríðarlegt í þeim greinum.“

Meta á kostnað við nýjar aðbúnaðarreglugerðir
Starfshópurinn á sömuleiðis að meta kostnað og áhrif sem nýjar aðbúnaðarreglugerðir hafa fyrir landbúnaðinn. Horfa skal til þess sem tíðkast í nágrannalöndunum þar sem stuðningur fylgir hertum kröfum.

Í ályktuninni segir jafnframt að unnin skuli fagleg úttekt á áhrifum breytinga á tollaumhverfinu og aðbúnaðarkröfum sem gerðar eru í landbúnaðinum. Á grundvelli hennar verði bændum sköpuð eðlileg starfsskilyrði inn í framtíðina, enda er það forsenda þess að bændur sjái sér fært að ráðast í þær dýru og umfangsmiklu framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla reglugerðir sem settar hafa verið.

Vilja ekki fullgilda tollasamning fyrr en upplýsingar liggja fyrir um áhrifin
Stjórn Bændasamtakanna var falið að setja málið í forgang og fara fram á að tollasamningurinn verði ekki fullgildur fyrr en starfshópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum og gripið hefur verið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda.

 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...