Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 2. mars 2016

Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á lokadegi búnaðarþings samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.

Í ályktuninni segir: „Þingið krefst þess að stjórnvöld skipi þegar í stað starfshóp með fulltrúum bænda þar sem mat verður lagt á hvernig einstaka búgreinar geta tekist á við afleiðingar samningsins. Sérstaklega verði horft til svína- og alifuglaræktar, enda tekjutapið gríðarlegt í þeim greinum.“

Meta á kostnað við nýjar aðbúnaðarreglugerðir
Starfshópurinn á sömuleiðis að meta kostnað og áhrif sem nýjar aðbúnaðarreglugerðir hafa fyrir landbúnaðinn. Horfa skal til þess sem tíðkast í nágrannalöndunum þar sem stuðningur fylgir hertum kröfum.

Í ályktuninni segir jafnframt að unnin skuli fagleg úttekt á áhrifum breytinga á tollaumhverfinu og aðbúnaðarkröfum sem gerðar eru í landbúnaðinum. Á grundvelli hennar verði bændum sköpuð eðlileg starfsskilyrði inn í framtíðina, enda er það forsenda þess að bændur sjái sér fært að ráðast í þær dýru og umfangsmiklu framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla reglugerðir sem settar hafa verið.

Vilja ekki fullgilda tollasamning fyrr en upplýsingar liggja fyrir um áhrifin
Stjórn Bændasamtakanna var falið að setja málið í forgang og fara fram á að tollasamningurinn verði ekki fullgildur fyrr en starfshópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum og gripið hefur verið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda.

 

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...