Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar
Fréttir 2. apríl 2019

Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt kortlagningu vísinda­­­manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 af núverandi dýrategundir í heiminum á mörkum þess að deyja út eða svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra.

Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun.

Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu.

Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. 

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...