Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar
Fréttir 2. apríl 2019

Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt kortlagningu vísinda­­­manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 af núverandi dýrategundir í heiminum á mörkum þess að deyja út eða svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra.

Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun.

Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu.

Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...