Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar
Fréttir 2. apríl 2019

Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt kortlagningu vísinda­­­manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 af núverandi dýrategundir í heiminum á mörkum þess að deyja út eða svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra.

Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun.

Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu.

Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...