Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tólf arma stjörnuteppi
Hannyrðahornið 26. júní 2019

Tólf arma stjörnuteppi

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað úr Scheepjes Whirl, aðeins eina dokku þarf í teppið. Garnið er mjúkt og skemmtilegt að vinna með. 
 
Teppið kemur einstaklega vel út úr þessu skemmtilega garni sem skiptir sjálft um lit. 
 
Garn: Scheepjes Whirl 1 dokka, litur 768, Sherbet Rainbow. 
Fæst í Handverkskúnst, Rokku Fjarðarkaupum og Gallerý Snotru Akranesi.
 
Heklunál: 3,5 mm
 
Stærð: 89 cm þvermál
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, LL – loftlykkja, L – lykkja, KL – keðjulykkja, ST, stuðull, LL-bil – loftlykkjubil
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær alltaf sem fyrsti stuðull umferðarinnar, hverri umferð er svo alltaf lokað með keðjulykkju í aðra loftlykkju af þessum tveimur.
 
Fitjið upp 4 LL, tengið saman í hring með KL.
 
1. umf: Heklið 2 LL (telst sem 1 ST), heklið 11 ST inn í hringinn, lokið umf með KL. (12 ST)
2. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í sömu L, 2 ST í hverja L út umf, lokið umf. (24 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, *sl. 1 L, heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) saman í næstu L*, endurtakið frá * að * 10 sinnnum til viðbótar, heklið 1 ST í fyrstu L umf, 2 LL, lokið umf með KL. 
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, heklið (2 LL, 1 ST, 2 LL, 2 ST) í LL-bilið, heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næstu 11 LL-bil, lokið umf.
5. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 1 ST, sl. 2 L, 1 ST *, endurtakið frá * að * út umf, síðasta endurtekningin endar við sl. 2, lokið umf.
6. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 1 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 2 ST, sl. 2 L, 2 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf. Athugið að héðan í frá endar síðasta endurtekningin í hverri umf við sl. 2.
7. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
8. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
9. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 3 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 4 ST, sl. 2 L, 4 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
10. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
11. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
12. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 5 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 6 ST, sl. 2 L, 6 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
13. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 6 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 7 ST, sl. 2 L, 7 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
 
Umferðir 11-13 eru endurteknar til þess að stækka teppið, með hverri endurtekningu fjölgar stuðlunum. Heklið áfram þar til æskilegri stærð hefur verið náð, eða þar til garnið er búið. Í teppinu á myndinni eru 43. umferðir. Í lokin má hekla tvær umferðir af fastapinnum til þess að ramma teppið inn, en það er ekki nauðsynlegt.
 
 
Þýdd uppskrift frá Celeste Young. 
 
Heklkveðjur
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...