Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða
Fréttir 19. október 2015

Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino hafa valdið uppskerubresti í Afríku og Suður-Ameríku á árinu. Talið er að 10 milljónir manna á fátækustu svæðum heims geti soltið í hel berist þeim ekki aðstoð.

Verst er ástandið talið vera í Eþíópíu þar sem um 4,5 milljónir manna berjast við matarskort. El Nino-fyrirbærið hefur valdið löngum þurrkaskeiðum í löndum í Afríku eins og Eþíópíu og Malaví og uppskerubresti í kjölfarið. Eftir að þurrkaskeiðinu lauk í Malaví rigndi um tíma svo mikið að flóð eyðilögðu um 30% af væntanlegri maísuppskeru í landinu. Á sumum svæðum í Suður-Ameríku hafa þurrkarnir staðið í tvö ár og víða ekki stingandi strá að finna. Mælingar sýna einnig að farið er að draga úr lengd regntímabila á Indlandi og í Suðaustur-Asíu.

El Nino-veðurfyrirbærið sem veldur þurrkunum hefur verið að færast í aukana undanfarna áratugi og er það talið tengjast auknum loftslagshita. Talið er að El Nino ársins 2015 sé það öflugasta frá 1998 en í kjölfar þess brutust út skógareldar og uppskerubrestur varð víða um heim.

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...