Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða
Fréttir 19. október 2015

Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino hafa valdið uppskerubresti í Afríku og Suður-Ameríku á árinu. Talið er að 10 milljónir manna á fátækustu svæðum heims geti soltið í hel berist þeim ekki aðstoð.

Verst er ástandið talið vera í Eþíópíu þar sem um 4,5 milljónir manna berjast við matarskort. El Nino-fyrirbærið hefur valdið löngum þurrkaskeiðum í löndum í Afríku eins og Eþíópíu og Malaví og uppskerubresti í kjölfarið. Eftir að þurrkaskeiðinu lauk í Malaví rigndi um tíma svo mikið að flóð eyðilögðu um 30% af væntanlegri maísuppskeru í landinu. Á sumum svæðum í Suður-Ameríku hafa þurrkarnir staðið í tvö ár og víða ekki stingandi strá að finna. Mælingar sýna einnig að farið er að draga úr lengd regntímabila á Indlandi og í Suðaustur-Asíu.

El Nino-veðurfyrirbærið sem veldur þurrkunum hefur verið að færast í aukana undanfarna áratugi og er það talið tengjast auknum loftslagshita. Talið er að El Nino ársins 2015 sé það öflugasta frá 1998 en í kjölfar þess brutust út skógareldar og uppskerubrestur varð víða um heim.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...