Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða
Fréttir 19. október 2015

Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino hafa valdið uppskerubresti í Afríku og Suður-Ameríku á árinu. Talið er að 10 milljónir manna á fátækustu svæðum heims geti soltið í hel berist þeim ekki aðstoð.

Verst er ástandið talið vera í Eþíópíu þar sem um 4,5 milljónir manna berjast við matarskort. El Nino-fyrirbærið hefur valdið löngum þurrkaskeiðum í löndum í Afríku eins og Eþíópíu og Malaví og uppskerubresti í kjölfarið. Eftir að þurrkaskeiðinu lauk í Malaví rigndi um tíma svo mikið að flóð eyðilögðu um 30% af væntanlegri maísuppskeru í landinu. Á sumum svæðum í Suður-Ameríku hafa þurrkarnir staðið í tvö ár og víða ekki stingandi strá að finna. Mælingar sýna einnig að farið er að draga úr lengd regntímabila á Indlandi og í Suðaustur-Asíu.

El Nino-veðurfyrirbærið sem veldur þurrkunum hefur verið að færast í aukana undanfarna áratugi og er það talið tengjast auknum loftslagshita. Talið er að El Nino ársins 2015 sé það öflugasta frá 1998 en í kjölfar þess brutust út skógareldar og uppskerubrestur varð víða um heim.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...