Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá fyrsta pistli hefur mér persónulega fundist mest hafa áunnist í snyrtimennsku til sveita.
Frá fyrsta pistli hefur mér persónulega fundist mest hafa áunnist í snyrtimennsku til sveita.
Mynd / HLJ
Fréttir 5. nóvember 2019

Tískan er sögð fara í hringi, það sama á við um öryggismál

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það er orðið frekar langt síðan að fyrsti pistilinn hér í pistla­skrifum um öryggismál var skrifaður, en mér telst til að það hafi verið annaðhvort síðsumars 2013 eða þá um haustið. Sé þetta rétt munað þá hafa verið ritaðir á þessum tíma nálægt 120 pistlar um öryggis-, heilsu- og umhverfismál. 
 
Í þessum pistlum hefur verið reynt að koma sem víðast við og oftar en ekki hafa greinarnar byggt á eigin reynslu og út frá ábendingum sem hafa borist mér til eyrna með ýmsum hætti. Nú er svo komið að alltaf virðist mér erfiðara og erfiðara að verða mér úti um efni til að byggja grein út frá. Æ sjaldnar fæ ég ábendingar um efnisval og hefur mér fundist að þessi pistlaskrif séu að komast í þrot þar sem búið sé að ræða viðkomandi mál. Undanfarnar greinar hefur mér fundist ég vera að skrifa um efni sem hefur komið áður og því finnst mér ég vera kominn í hring, byrjaður að skrifa aftur og aftur um það sem áður hefur verið skrifað um, rétt eins og að sagt er um tískuna sem sögð er fara í endalausa hringi.
 
Ábendingar um efnisval eru dýrmætar ábendingar
 
Í upphafi reyndi ég að fá menn til að deila sögum um slys og áföll sem þeir hafa lent í öðrum til varnar undir þeim formerkjum að það sem hefur komið fyrir þá getur hent aðra. Hugmyndin var að nýta reynslu og þekkingu til forvarna undir slagorðinu: „Bóndi fræðir bónda“. Þetta hefur gagnast vel erlendis í forvörnum við landbúnað. 
 
Alltaf hef ég reynt að fylgjast vel með fréttaflutningi og því sem betur má fara við þær fjölbreyttu vinnuaðstæður sem sveitastörf eru. Ég ferðast mikið og á þessum sex árum hef ég nokkrum sinnum séð hluti sem ég varð ekki var við hjá bændum fyrir meira en sex árum og vil ég þar nefna sérstaklega að seinni ár hef ég oftar en einu sinni séð sjúkrapakka í dráttarvélum og á stöðum eins og í hesthúsi og fjárhúsum. Einnig hef ég séð á fleiri en einni dráttarvél slökkvitæki sem ég minnist ekki að hafa séð fyrir þessi skrif mín. Það sem ég sakna mest er hvað mér berst sjaldan reynslusögur og ábendingar um efnisval.
 
Í upphafi var byggt á tilraun sem Bændasamtökin gerðu á nokkrum býlum
 
Upphafið að þessum pistlum var að út kom frekar neikvæð samantekt um slys og veikindi bænda sem gerð var af tveim læknum sem unnin var upp úr svörum frá bændum sjálfum um heilsufar og slys. Útkoman var vægast sagt mjög slæm, nálægt 20% höfðu verið frá vinnu í 2–14 daga vegna slyss árið fyrir spurningalistann sem svarað var af um helming svarenda. 
 
Bændasamtökin gerðu tilraun með því að útbúa gátlista, fara í áhættumat og vinna með 31 býli sem voru samtals með um 70 heilsársstörf. Eftir 10 mánaða tilraun var útkoman sú að það var greinilega hægt að fækka slysum. Allavega sást strax árangur því að frá samantektarskýrslunni sem var með nálægt 20% slysatíðni fóru slysin niður í 3% á þeim bæjum sem tóku þátt í tilraun Bændasamtakanna.
 
Lokaorð um tilraun Bænda­samtak­anna eftir símtal á tilrauna­býlin sem birtist í einum af fyrstu pistlunum um öryggismál (bbl. 31. október 2013), þar sem spurt var út í tilraunaverkefnið og svarendur beðnir um álit.
 
Af 31 bæ náðist ekki í tvo, sem báðir eru einyrkjar. Alls svöruðu því 29 fyrir störfin 69. Af 69 hafa tveir slasað sig á tímabilinu, báðir við umgengni við nautgripi og meiðslin voru á hendi. 19 af 29 hafa hugsað til eða breytt vinnuferlum á tímabilinu vegna listans. 9 af 29 vilja bæði heimsóknir og pistlaskrif í Bændablaðið, 14 af 29 vilja heimsóknir með léttskoðun og 6 vilja byggja á pistlaskrifum í Bændablaðið. Samantekt í nokkrum orðum:
 
Innan við 3% slasast á 10 mánaða tímabili (2 af 71). 19 af 29 hugsuðu til listans eða breyttu vinnuferlum. Aðeins 6 vilja byggja þetta á pistlaskrifum einum í Bændablaðið. 23 vilja heimsóknir til að fylgja eftir gátlista. Hins vegar sýnir það viljann til væntinga og árangurs að rétt tæpur þriðjungur vill bæði heimsóknir og pistlaskrif, sem sýnir viljann til að laga það sem hægt er með öllum ráðum.
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...