Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Gunnar Bjarnason, bóndi í Litlu-Hildisey, við tindaherfið.
Gunnar Bjarnason, bóndi í Litlu-Hildisey, við tindaherfið.
Mynd / aðsend
Fréttir 5. september 2025

Tindaherfi reynist vel gegn illgresinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

VOR, félag framleiðenda í lífrænum búskap, fékk styrk frá stjórnvöldum á síðasta ári til kaupa á tækjabúnaði fyrir sitt félagsfólk sem á að prófa í þeim tilgangi að halda illgresi niðri á ökrum og í görðum. Gunnar Bjarnason, kornog kartöflubóndi í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum, hefur verið með annað tækið í sumar og segir að slíkur tækjabúnaður muni breyta öllu fyrir sig.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, segir að tækið sem Gunnar hafi fengið til prufu hafi verið tindaherfi af gerðinni Treffler-tindaherfi. „Hann hefur gert skipulegar tilraunir með það í sumar og er hæstánægður,“ segir hún. Hann sé bæði ánægður með þann tímasparnað sem tækið færir honum, auk þess sem hann væntir meiri uppskeru.

Reynslu miðlað á milli bænda

„Hins vegar var keypt raðhreinsitæki af gerðinni K.U.L.T, en það er svokallaður fingrahreinsari. Ég prófaði það tæki aðeins í sumar, en það fór svo til gulrótabændanna í Akri Organic og verður þar út næsta sumar í prófunum.

Við vonumst fyrst og fremst til að geta aflað upplýsinga um hvernig tækin virka og miðlað svo þeim upplýsingum áfram til að auðvelda fólki ákvarðanatöku hvað þetta varðar,“ segir Elínborg.

Útheimtir talsverða vinnu

Í lífrænni ræktun er fjölbreyttum aðferðum beitt til að vinna gegn illgresi. Eitur- og varnarefni eru bönnuð hjá bændum með lífræna vottun og því þurfa þeir að nota skiptiræktun, jarðvinnslu og tiltækan tækjabúnað til að halda illgresinu í skefjum.

Það getur því útheimt talsverða vinnu að uppræta óhóflegan illgresisvöxt, auk þess sem hann getur dregið mjög úr uppskeru.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...