Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Gunnar Bjarnason, bóndi í Litlu-Hildisey, við tindaherfið.
Gunnar Bjarnason, bóndi í Litlu-Hildisey, við tindaherfið.
Mynd / aðsend
Fréttir 5. september 2025

Tindaherfi reynist vel gegn illgresinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

VOR, félag framleiðenda í lífrænum búskap, fékk styrk frá stjórnvöldum á síðasta ári til kaupa á tækjabúnaði fyrir sitt félagsfólk sem á að prófa í þeim tilgangi að halda illgresi niðri á ökrum og í görðum. Gunnar Bjarnason, kornog kartöflubóndi í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum, hefur verið með annað tækið í sumar og segir að slíkur tækjabúnaður muni breyta öllu fyrir sig.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, segir að tækið sem Gunnar hafi fengið til prufu hafi verið tindaherfi af gerðinni Treffler-tindaherfi. „Hann hefur gert skipulegar tilraunir með það í sumar og er hæstánægður,“ segir hún. Hann sé bæði ánægður með þann tímasparnað sem tækið færir honum, auk þess sem hann væntir meiri uppskeru.

Reynslu miðlað á milli bænda

„Hins vegar var keypt raðhreinsitæki af gerðinni K.U.L.T, en það er svokallaður fingrahreinsari. Ég prófaði það tæki aðeins í sumar, en það fór svo til gulrótabændanna í Akri Organic og verður þar út næsta sumar í prófunum.

Við vonumst fyrst og fremst til að geta aflað upplýsinga um hvernig tækin virka og miðlað svo þeim upplýsingum áfram til að auðvelda fólki ákvarðanatöku hvað þetta varðar,“ segir Elínborg.

Útheimtir talsverða vinnu

Í lífrænni ræktun er fjölbreyttum aðferðum beitt til að vinna gegn illgresi. Eitur- og varnarefni eru bönnuð hjá bændum með lífræna vottun og því þurfa þeir að nota skiptiræktun, jarðvinnslu og tiltækan tækjabúnað til að halda illgresinu í skefjum.

Það getur því útheimt talsverða vinnu að uppræta óhóflegan illgresisvöxt, auk þess sem hann getur dregið mjög úr uppskeru.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f