Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakeppni Landsmóts hestamanna á dögunum.

Í fyrsta sinn í sögu mótsins sigraði hryssa A-flokk gæðinga en Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson fögnuðu ákaft sigri eftir jafna keppni. Feðgar tóku tvo bikara með sér heim, en Sigurður Matthíasson á Safír frá Mosfellsbæ fagnaði sigri í B-flokki gæðinga og sonur hans, Matthías, sigraði ungmennaflokk á Tuma frá Jarðbrú eftir að hafa farið Krýsuvíkurleiðina að sigri í gegnum B-úrslit. Kvikmyndastjarna frá Austurlandi, Ída Mekkín Hlynsdóttir, á Marín frá Lækjarbrekku 2 hampaði bikar unglinga eftir afar skemmtilega og jafna keppni átta stúlkna. Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni heillaði dómara og brekkuna þegar hún stóð uppi sem sigurvegari barna. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti voru ótvíræðir sigurvegarar töltsins og Konráð Valur Sigurðsson varð þrefaldur sigurvegari skeiðgreina. Jón Ársæll Bergmann sigraði fimmgang á Hörpu frá Höskuldsstöðum, Gústaf Ásgeir Hinriksson hreppti fyrsta sæti í fjórgangi á Össu frá Miðhúsum og Ásmundur Ernir Snorrason vann keppni í slaktaumatölti á Hlökk frá Strandarhöfða. Hér eru svipmyndir frá glæsilegri keppni Landsmótsins.

7 myndir:

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...