Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakeppni Landsmóts hestamanna á dögunum.

Í fyrsta sinn í sögu mótsins sigraði hryssa A-flokk gæðinga en Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson fögnuðu ákaft sigri eftir jafna keppni. Feðgar tóku tvo bikara með sér heim, en Sigurður Matthíasson á Safír frá Mosfellsbæ fagnaði sigri í B-flokki gæðinga og sonur hans, Matthías, sigraði ungmennaflokk á Tuma frá Jarðbrú eftir að hafa farið Krýsuvíkurleiðina að sigri í gegnum B-úrslit. Kvikmyndastjarna frá Austurlandi, Ída Mekkín Hlynsdóttir, á Marín frá Lækjarbrekku 2 hampaði bikar unglinga eftir afar skemmtilega og jafna keppni átta stúlkna. Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni heillaði dómara og brekkuna þegar hún stóð uppi sem sigurvegari barna. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti voru ótvíræðir sigurvegarar töltsins og Konráð Valur Sigurðsson varð þrefaldur sigurvegari skeiðgreina. Jón Ársæll Bergmann sigraði fimmgang á Hörpu frá Höskuldsstöðum, Gústaf Ásgeir Hinriksson hreppti fyrsta sæti í fjórgangi á Össu frá Miðhúsum og Ásmundur Ernir Snorrason vann keppni í slaktaumatölti á Hlökk frá Strandarhöfða. Hér eru svipmyndir frá glæsilegri keppni Landsmótsins.

7 myndir:

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...