Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti
Fréttir 15. febrúar 2017

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf nýverið út reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum.

Með reglugerðinni er skylt að tilgreina á umbúðamerkingum hvar dýrið er alið og hvar því er slátrað. Ef kjöt er úr dýrum sem voru fædd, alin og slátrað í sama landi þá er heimilt að tilgreina eitt upprunaland undir uppruna. Neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum um bæði pakkað og ópakkað kjöt.

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti.

Sambærileg reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1337/2013 tók gildi í Evrópu á árinu 2015 en ákveðið var að setja séríslenska reglugerð á meðan beðið væri eftir að reglugerðin yrði tekin upp í EES-samninginn. Árið 2011 innleiddi Ísland reglugerð ESB um upprunamerkingar á nautakjöti.

Markmið reglugerðarinnar er að auka rekjanleika afurða, fyrirbyggja villandi merkingar og gera neytendum betur kleift að taka upplýsta ákvörðun við kaup á kjötvörum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...