Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti
Fréttir 15. febrúar 2017

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf nýverið út reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum.

Með reglugerðinni er skylt að tilgreina á umbúðamerkingum hvar dýrið er alið og hvar því er slátrað. Ef kjöt er úr dýrum sem voru fædd, alin og slátrað í sama landi þá er heimilt að tilgreina eitt upprunaland undir uppruna. Neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum um bæði pakkað og ópakkað kjöt.

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti.

Sambærileg reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1337/2013 tók gildi í Evrópu á árinu 2015 en ákveðið var að setja séríslenska reglugerð á meðan beðið væri eftir að reglugerðin yrði tekin upp í EES-samninginn. Árið 2011 innleiddi Ísland reglugerð ESB um upprunamerkingar á nautakjöti.

Markmið reglugerðarinnar er að auka rekjanleika afurða, fyrirbyggja villandi merkingar og gera neytendum betur kleift að taka upplýsta ákvörðun við kaup á kjötvörum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...