Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sölvi Arnarson, ábúandi að Efsta-dal II og formaður Félags ferðaþjónustu bænda.
Sölvi Arnarson, ábúandi að Efsta-dal II og formaður Félags ferðaþjónustu bænda.
Fréttir 29. apríl 2020

Tilbúnir þegar markaðurinn opnast aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ferðamönnum á landinu hefur fækkað gríðarlega í kjölfar COVID-19 faraldursins. Formaður Félags ferðaþjónustubænda segir að ýmis úrræði séu til staðar til að koma fyrirtækjum í gegnum vandann og að ferðaþjónustubændur verði tilbúnir í slaginn þegar hjólin fara að snúast aftur.

Sölvi Arnarson, ábúandi að Efsta-dal II og formaður Félags ferðaþjónustu bænda, segir að vegna COVID-19 séu ekki margir ferðamenn á ferð á landinu um þessar mundir.

„Satt best að segja eru sárafáir á ferð og ef við tölum um erlenda ferðamenn þá eru þeir síðustu líklega að fara úr landi þessa dagana. Hjá okkur hér í Efsta-dal hefur einn og einn ferðamaður verið að kíkja við síðustu daga og þá fólk á eigin vegum. Mér skilst að ástandið sé svipað hjá kollegum mínum um allt land.“

Ferðaþjónustubændur fara að reglum

„Ég held að fyrsta aðgerð hjá ferðaþjónustubændum líkt og öðrum sé að huga að heilsunni og fara að ráðum og reglum landlæknis og sóttvarnateymisins. Ferðaþjónustubændur fara að reglum um samkomubann og reyndar tel ég að stór hluti af okkar félagsmönnum sé með lokað eins og stendur.“

Blandaður búskapur

Sölvi segir að auk ferðaþjónustu séu margir bændur með blandaðan búskap, sauðfjár- eða kúabú. „Þeir sem haga hlutunum þannig eru að sinna þeim hluta búskaparins og ekkert annað að gera en að bíða eftir að hjól ferðaþjónustunnar fari að snúast aftur í júní.“
Margir að leggja sitt af mörkum

„Staðan hjá þeim sem eingöngu eru með ferðaþjónustu er eðlilega erfið. Ríkið er að leggja sitt af mörkum og það munar mikið um þær aðgerðir. Vinnuskerðingarleiðin hjálpar mörgum, hvort sem það eru atvinnurekendur eða launþegar. Bankarnir eru einnig opnir fyrir því að aðstoða fólk vegna afborgana af lánum og því úrræði þar og sveitarfélögin hafa gefið vilyrði fyrir frestun á fasteignagjöldum. Það eru því mörg úrræði í boði og margir að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við fólk vegna ástandsins.
Félag ferðaþjónustubænda vinnur einnig í samstarfi við Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins að því að veita þeim sem slíkt þurfa fjármálaráðgjöf. Í fyrstu atrennu eru þetta allt stór skref í rétta átt og ég hvet okkar félagsmenn til að nýta þau.“

Tilbúnir þegar markaðurinn opnast

Sölvi segir að ferðaþjónustubændur ætli ekki að láta deigan síga og séu tilbúnir þegar markaðir opnast aftur og fara í gang með auglýsingaherferð og láta vita af sér.

„Félag ferðaþjónustubænda er hluthafi í Ferðaþjónustu bænda og hún sinnir gríðarlega öflugu markaðsstarfi og verður tilbúin í slaginn þegar verður flautað til leiks að nýju,“ segir Sölvi Arnarsson, formaður Félags ferðaþjónustu bænda. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...