Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember
Fréttir 1. nóvember 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016.

Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi fyrir greiðslumark mjólkur og er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur en við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.

Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 69, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 45, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem boðið var fram, sölutilboð, voru alls 5.941.905 lítrar, samanborið við 1.877.244 lítrar á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem óskað var eftir, kauptilboð, voru 3.580.580 lítrar, samanborið við 2.452.800 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, jafnvægismagn, voru 2.706.508 lítrar að andvirði  554.834.140 kr., samanborið við 1.624.411 lítrar, 389.858.640 kr., á markaði 1. september 2016. 
• Kauphlutfall viðskipta er 75.59%, á markaði 1. september 2016 var kauphlutfallið 90,58%.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 205 krónur á lítrann eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: Mjólk | kvótamarkaður

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...