Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember
Fréttir 1. nóvember 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016.

Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi fyrir greiðslumark mjólkur og er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur en við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.

Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 69, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 45, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem boðið var fram, sölutilboð, voru alls 5.941.905 lítrar, samanborið við 1.877.244 lítrar á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem óskað var eftir, kauptilboð, voru 3.580.580 lítrar, samanborið við 2.452.800 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, jafnvægismagn, voru 2.706.508 lítrar að andvirði  554.834.140 kr., samanborið við 1.624.411 lítrar, 389.858.640 kr., á markaði 1. september 2016. 
• Kauphlutfall viðskipta er 75.59%, á markaði 1. september 2016 var kauphlutfallið 90,58%.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 205 krónur á lítrann eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: Mjólk | kvótamarkaður

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...