Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Til umhugsunar
Mynd / BBL
Skoðun 27. febrúar 2017

Til umhugsunar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt lesendakönnun Gallup var Bændablaðið með 43,8% lestur utan höfuðborgarsvæðisins. Ber blaðið þar höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla landsins. Þannig hefur Bændablaðið haldið ­sterkri stöðu sinni undanfarin ár. Þá heldur blaðið sjó í lestri á landinu í heild á meðan þróunin hefur verið neikvæð fyrir flesta aðra prentmiðla.
 
Vegna hnignandi þróunar í lestri flestra prentmiðla landsins hafa sumir forsvarsmenn þeirra viðrað hugmyndir um að íslenska ríkið komi með einhverjum hætti að borðinu til að styrkja þeirra stöðu. Bent hefur verið á þróunina í öðrum löndum, eins og Noregi. Víst er að miðað við dvínandi lestrarkunnáttu ungmenna á Íslandi, þá virðist ekki vanþörf á að prentuðu efni sé haldið að fólki eins og kostur er.
 
Ef horft er yfir fjölmiðlaflóruna og þá prentmiðla sem starfræktir eru á landinu, þá líta auglýsendur gjarnan til þess hvernig raunverulegum lestri miðlanna er háttað. Auglýsingafyrirtæki og birtingahús beita könnunum eins og að framan greinir gjarnan fyrir sig í röksemdafærslum fyrir birtingu auglýsinga. Opinberar stofnanir og fyrirtæki hafa leiðst inn á sömu braut að einhverju leyti, en samt ekki alltaf.
 
Í birtingu opinberra fyrirtækja og stofnana á auglýsingum má segja að liggi beinn styrkur við þann fjölmiðil sem þess nýtur. Á meðan útgáfa hreinna flokksblaða á landsbyggðinni var sem öflugust, þótti það sjálfsagt mál að allir pólitísku flokkarnir sætu við sama borð í birtingu auglýsinga hins opinbera. Í sumum tilfellum byggðist útgáfan jafnvel að verulegu leyti á þessum opinberu auglýsingum. 
 
Það hefur því óneitanlega vakið athygli okkar á Bændablaðinu að ríkisstofnanir, sem hafa þær siðferðilegu skyldur umfram önnur fyrirtæki að ná athygli allra landsmanna, skuli ekki nýta sér meira en gert er styrk Bændablaðsins á landsbyggðinni. Sannarlega fer enginn prentmiðill á Íslandi víðar um landið en Bændablaðið og ítrekaðar kannanir sýna að enginn prentmiðill er eins mikið lesinn á landsbyggðinni.
Forsvarsmenn þessara opinberu fyrirtækja og stofnana mættu alveg hafa í huga að byggð á Íslandi nær enn sem betur fer töluvert út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. Þar býr meira að segja fjöldi fólks, yfirleitt með þokkalega sjón og kann bæði að lesa og skrifa. Það borgar líka sína skatta, en það er meira en hægt er að segja um marga aðra. Þetta fólk á jafn mikið og aðrir í þessum stofnunum þótt stundum mætti ætla að fólk á landsbyggðinni sé þriðja flokks borgarar. Nægir þar að nefna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins sem er beinlínis orðið lífshættulegt á köflum.
 
Vissulega hefur ýmislegt verið gert í innviðauppbyggingu og án efa er mesta byltingin í þeim efnum lagning ljósleiðarakerfis um landið og sums staðar samhliða lagningu rafstrengja. Þar hefur alþingismaðurinn, bóndinn og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Haraldur Benediktsson, sannarlega verið að gera góða hluti. Færi betur ef sama drift yrði tekin upp í mjög svo aðkallandi endurnýjun og uppbyggingu samgöngumannvirkja. 
 
Í ört vaxandi ferðaþjónustu skipta samgöngur öllu máli. Án góðra vega, flugvalla og hafna er tómt mál að tala um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er líka tómt mál að tala um uppbyggingu á landsbyggðinni af nokkru tagi ef þessir þættir eru ekki í lagi. Þótt ljósleiðarinn sé góður og bráðnauðsynlegur, þá dugar hann skammt einn og sér. Ef menn ætla ekki að fara að taka til hendi af röggsemi nú þegar í uppbyggingu vegakerfisins, þá geta menn allt eins skellt í lás á Keflavíkurflugvelli.
Við megum ekki og höfum alls ekki efni á að draga lappirnar lengur í þessu efni. 
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...