Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Til Keflavíkur á 4 mínútum og á hálftíma til Akureyrar
Fréttir 25. maí 2016

Til Keflavíkur á 4 mínútum og á hálftíma til Akureyrar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafnar eru í Bandaríkjunum prófanir á tilraunalestum sem eiga að geta komist á meira en hljóðhraða, eða á allt að 760 mílna, eða 1.200 kílómetra hraða. Er það um tvöfalt meiri hraði en hraðskreiðustu hraðlestir komast á í dag. 
 
Talað er um að skollið sé á gullgrafaraæði hvað þessa tækni varðar þar sem tvö fyrirtæki berjast nú um forystuna. Ofurhraði slíkra lesta, sem kalla mætti sviftúpulestir, samsvarar því að hægt væri komast á milli Reykjavíkur og Keflavíkur á tæpum 4 mínútum ef frá er talinn hröðunar og hemlunartími.  
 
Hugmyndin byggir á því að lestarvagnar togi sig áfram í lokuðum og nær alveg lofttæmdum hólkum með rafknúnum loftþrýstihreyfli og með seglum. Er þá hluti af þrýstiorkunni nýttur í að halda lestinni fljótandi á loftpúða. Þannig rjúfa menn snertimótstöðu lestarinnar við umhverfið sem gerir það mögulegt að auka hröðun hennar gríðarlega og í raun mun hraðar en ef um venjulega þotu væri að ræða. Hugmyndin byggir að hluta til að sömu lögmálum og segul- sviflestirnar sem notaðar hafa verið í Japan. 
 
Hólkurinn eða rörið sem lestin ferðast svo í sér um að útiloka umhverfisáhrif, m.a af völdum veðurfars. Þetta gæti umturnað hugmyndum manna um uppsetningu hraðlestar á Íslandi eins og á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, eða á milli landshluta. Ef slík lest væri sett upp á leiðinni Reykjavík – Akureyri, yrði hún vart mikið meira en hálftíma á leiðinni, eða svipaðan tíma og flugvél.
 
Hagkvæmar í rekstri
 
Orkunýtingin við flutning á fólki sem ferðast í hylki lokuðu röri er sögð gríðarlega mikil. Þá er gert ráð fyrir að lestarnar geti verið nær sjálfbærar um orku um sólarsellur á þaki röranna. Vegna nær engrar snertimótstöðu verður kostnaður vegna slits á snertiflötum á ytra byrgði vagnanna ekkert. Hreyfiorkan sem kemur frá seglakerfi í rörunum er auk þess viðhaldsfrí að mestu. Gert er ráð fyrir að farþegavagnarnir  séu ekki mjög stórir, en hægt verði að tengja saman tvo eða jafnvel fleiri. 
 
Svipaðar hugmyndir hafa áður komið fram, m.a. við að senda póst á milli landa um rör, jafnvel á milli Frakklands og Bandaríkjanna. Þær hugmyndir byggðu á lofttæmi í lokuðu röri líkt og margir Íslendingar þekkja t.d. þegar símadömur sendu bréf á milli hæða í Landsímahúsinu við Kirkjustræti í Reykjavík. 
Úr smiðju frumkvöðuls Tesla rafbílanna
 
Heilinn á bak við „Hydro­loop“ er frumkvöðullinn Eldon Musk sem er líka aðal hugmyndasmiðurinn á bak við Tesla rafbílana. Það var síðan fyrirtækið Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem hóf að raungera þessar hugmyndir árið 2013 með smíði á tilraunalest í Quay Valley í Kaliforníu. Það er miðja vegu milli Los Angeles og San Francisco. Hefur fyrirtækið auk þess þegar undirritað samstarfssamning við yfirvöld í Slóvakíu um aðstöðu fyrir þróunarmiðstöð fyrir Evrópu og byggingu „Hyperloop“ hraðlestar þar í landi. Gert er ráð fyrir að hún muni tengja saman Bartislava, höfuðborg Slóvakíu, Vín í Austurríki og Búdapest í Ungverjalandi. Áætlaður kostnaður við frumhönnun og að teikna upp leiðina er á milli 176 og 264 milljónir evra og á að vera lokið 2020. 
 
Í samtali Bibop Gresta forstjóra HTT við CNBC kemur fram að  fyrirtækið hafi yfir að ráða 520 vísindamönnum í 42 löndum sem nýst geta við verkefnið. Þá eru sérfræðingar frá geimferðafyrirtækjunum Space X og NASA einnig í náinni samvinnu við HTT umverkefnið.
 
 Annað fyrirtæki með svipað nafn hefur líka stokkið á þennan vagn og hafið tilraunir með slíka ofurlest. Það er fyrirtækið Hyperloop Technology (HT) sem lagt hefur 100 milljónir dollara í slíkt verkefni í Nevada. 
 
Bæði HTT og HT vilja nú eigna sér hugmyndina. Þannig sagði Rob Lloyd, framkvæmdastjóri Hyperloop Technologies í samtali við CNBC að hans fyrirtæki væri klárlega leiðandi í þessari þróun. Þar væru innanborð stjórnarmenn úr mörgum stórfyrirtækjum. Segir hann að fyrirtækið muni fá um 10 milljóna dollara virði í innviðauppbyggingu frá Nevada ríki vegna lagningu lestar sem flutt geti farþega á um 1.200 kílómetra hraða á klukkustund. Þá séu þegar um 130 starfsmenn í fullri vinnu við verkefnið auk hundruða verktaka. 

6 myndir:

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...