Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum
Fréttir 28. nóvember 2014

Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra að þekkt sé að Íslendingar eigi eignir í erlendum skattaskjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Af þessu má ætla að íslenskir bankar hafi hreinlega ráðlagt og hjálpað fólki að stinga peningum undan og svíkja íslenska ríkið um skatttekjur.

Eins og flestir vita er í skoðun að skattrannsóknarstjóri kaup upplýsingar erlendis frá um eignir Íslendinga í skattaskjólum eins og margar þjóðir hafa gert og innheimt háar upphæðir í skatttekjur í kjölfarið.

Væntanlega má búast við ákvörðun um kaupin verði tekin fljótlega og að hún verði jákvæð.
 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...