Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum
Fréttir 28. nóvember 2014

Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra að þekkt sé að Íslendingar eigi eignir í erlendum skattaskjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Af þessu má ætla að íslenskir bankar hafi hreinlega ráðlagt og hjálpað fólki að stinga peningum undan og svíkja íslenska ríkið um skatttekjur.

Eins og flestir vita er í skoðun að skattrannsóknarstjóri kaup upplýsingar erlendis frá um eignir Íslendinga í skattaskjólum eins og margar þjóðir hafa gert og innheimt háar upphæðir í skatttekjur í kjölfarið.

Væntanlega má búast við ákvörðun um kaupin verði tekin fljótlega og að hún verði jákvæð.
 

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Áform um vindorkugarð í Garpsdal
Fréttir 9. júlí 2024

Áform um vindorkugarð í Garpsdal

EM Orka hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna vindorkugarðs í Garpsdal í Re...