Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Líf&Starf 3. september 2014

Þúsundir ferðamanna heimsækja ölkeldu á Snæfellsnesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bærinn Ölkelda í Staðarsveit er kennd við uppsprettu við bæinn sem í er ölkelduvatn. Jón Svavar Þórðarson bóndi og Kristján bróðir hans létu fyrir allmörgum árum bora fyrir heitu vatni á hlaðinu við bæinn en í stað heits vatns kom upp ölkelduvatn.

„Á 30 metra dýpi var komið niður á æð en stað þess að fá upp heitt vatn kom upp kalt ölkelduvatn. Við settum krana á holuna og í dag er stanslaus straumur hingað til að smakka á vatninu, einkabílar og rútur fullar af ferðafólki. Ég hef ekki tekið nákvæmlega saman hversu margir ferðamenn heimsækja staðinn en heimilisfólkið hér giskar á að hingað komi að minnsta kosti 10.000 manns á ári til að fá sér sopa.“

Svavar segir að hann hafi síðar borað nokkrar holur eftir heitu vatni fjær bænum, þar af tvær 800 m djúpar, og í dag hafi hann aðgang að rúmum sekúndulítra af 50 °C heitu vatni.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...