Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Líf&Starf 3. september 2014

Þúsundir ferðamanna heimsækja ölkeldu á Snæfellsnesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bærinn Ölkelda í Staðarsveit er kennd við uppsprettu við bæinn sem í er ölkelduvatn. Jón Svavar Þórðarson bóndi og Kristján bróðir hans létu fyrir allmörgum árum bora fyrir heitu vatni á hlaðinu við bæinn en í stað heits vatns kom upp ölkelduvatn.

„Á 30 metra dýpi var komið niður á æð en stað þess að fá upp heitt vatn kom upp kalt ölkelduvatn. Við settum krana á holuna og í dag er stanslaus straumur hingað til að smakka á vatninu, einkabílar og rútur fullar af ferðafólki. Ég hef ekki tekið nákvæmlega saman hversu margir ferðamenn heimsækja staðinn en heimilisfólkið hér giskar á að hingað komi að minnsta kosti 10.000 manns á ári til að fá sér sopa.“

Svavar segir að hann hafi síðar borað nokkrar holur eftir heitu vatni fjær bænum, þar af tvær 800 m djúpar, og í dag hafi hann aðgang að rúmum sekúndulítra af 50 °C heitu vatni.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...