Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Mynd / ÁL
Fréttir 21. desember 2023

Þurrkun á korni gekk vel

Höfundur: ÁL

Fyrsta starfsár Gullkorn þurrkun ehf. byrjaði með sóma og tókst nýjum eigendum vel að að læra á tækjabúnaðinn.

Þurrkstöðin

Þetta segir Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins og bóndi á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi. Á bak við fjárfestinguna standa jafnframt bændur frá Hundastapa á Mýrum, Brúarhrauni og Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, ásamt Stakkhamri í Eyja­ og Miklaholtshreppi.

Sjötíu tonn af korni fóru í gegnum þurrkstöðina í haust, en Karen segir það vel undir afkastagetu þurrkarans, sem er átján rúmmetrar að stærð. Þurrkstöðin eigi að ráða við talsvert magn þó Karen nefni ekki nákvæma tölu. Til að byrja með standi aðallega til að þurrka bygg, en svo megi skoða aðrar korntegundir.

Lélegt kornár kom í veg fyrir fulla nýtingu á þurrkstöðinni, en margir bændur hafi ýmist ekki getað sett niður sáðkorn eða ekki fengið uppskeru að neinu magni. Að þessu sinni hafi einungis þeir bændur sem stóðu á bak við kaupin nýtt stöðina en til standi að hún verði nýtt til að þjónusta fleiri bændur á svæðinu. Karen telur mikilvægt að hafa fleiri valkosti en að sýra allt bygg.

Geymsluplássið við stöðina dugði vel fyrir það korn sem þurrkað var í haust. Með kaupum á stöðinni fylgdi bíll til kornflutninga, sem opni möguleika á að blása korninu beint upp í síló heima á bæjunum. Þá ætli bændurnir að valsa korn sem verði sett í stórsekki. Stefnt sé að því að stöðin standi undir kostnaði sem allra fyrst og ætli allir eigendurnir að efla eigin kornrækt. Sárafá vandamál hafi komið upp og verkefnalistinn fyrir næsta haust sé ekki langur.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...