Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þunglyndislyf og atferli fiska
Fréttir 12. mars 2019

Þunglyndislyf og atferli fiska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var birt grein sem ber heitið „Behavioural alterations induced by the anxiolytic pollutant oxazepam are reversible after depuration in a freshwater fish“ í tímaritinu Science of the Total Environment, þar sem Magnús Thorlacius, sérfræðingur á botnsjávarlífríkissviði Haf­rannsóknastofnunar, er einn höfunda.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að mengandi efni frá lyfjaiðnaði hafi fundist í náttúrunni víðs vegar á jörðinni en rannsóknir hafa nýverið leitt í ljós margs konar neikvæð áhrif á heilsu villtra dýra.

Þar á meðal eru efni á borð við benzodiazepam, sem er virka efnið í þunglyndislyfinu oxazepam, og getur borist út í umhverfið með þvagi neytenda. Slík lyf verða sífellt útbreiddari, en í vatnakerfum þéttbýlla svæða getur styrkleiki þeirra náð slíkum hæðum að atferli fiska gjörbreytist. Hingað til hefur hins vegar lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Í greininni var sýnt fram á að þunglyndislyfið oxazepam, í styrkleika sem er að finna í ánni Fyrisån í sænsku borginni Uppsölum, breytir atferli vatnaflekks (Lota lota), en að áhrifin ganga til baka eftir fáeina daga í hreinu vatni.

Fiskarnir urðu minna varir um sig og meira aktívir á meðan lyfjanna var vart og þar af leiðandi auðveldari bráð fyrir ránfiska og fugla. Mikil áhersla hefur víða verið lögð á að rannsaka áhrif lyfja sem þessara á vatnalífverur, sem hefur sýnt sig að eru misnæmar fyrir lyfjunum, en lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Hér er sýnt fram á að til er allavega ein tegund sem verður ekki fyrir varanlegum áhrifum af þunglyndislyfinu oxazepam.

Tilraun þessi átti sér stað í Svíþjóð þar sem áhrif mengunar frá lyfjaiðnaði hefur verið rannsökuð í tæpan áratug í kjölfar þess að hár styrkleiki þunglyndislyfja mældist í ám og vötnum í og við þéttbýli.

Hvort áhrif sem þessi eigi sér stað á Íslandi er ekki vitað en þau hafa lítið verið rannsökuð. Þéttleiki byggðar hér á landi er augljóslega lægri en í erlendum stórborgum en notkun þunglyndislyfja á Íslandi er á móti mjög algeng.

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Helsingjar valda usla
18. september 2024

Helsingjar valda usla