Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þunglyndislyf og atferli fiska
Fréttir 12. mars 2019

Þunglyndislyf og atferli fiska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var birt grein sem ber heitið „Behavioural alterations induced by the anxiolytic pollutant oxazepam are reversible after depuration in a freshwater fish“ í tímaritinu Science of the Total Environment, þar sem Magnús Thorlacius, sérfræðingur á botnsjávarlífríkissviði Haf­rannsóknastofnunar, er einn höfunda.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að mengandi efni frá lyfjaiðnaði hafi fundist í náttúrunni víðs vegar á jörðinni en rannsóknir hafa nýverið leitt í ljós margs konar neikvæð áhrif á heilsu villtra dýra.

Þar á meðal eru efni á borð við benzodiazepam, sem er virka efnið í þunglyndislyfinu oxazepam, og getur borist út í umhverfið með þvagi neytenda. Slík lyf verða sífellt útbreiddari, en í vatnakerfum þéttbýlla svæða getur styrkleiki þeirra náð slíkum hæðum að atferli fiska gjörbreytist. Hingað til hefur hins vegar lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Í greininni var sýnt fram á að þunglyndislyfið oxazepam, í styrkleika sem er að finna í ánni Fyrisån í sænsku borginni Uppsölum, breytir atferli vatnaflekks (Lota lota), en að áhrifin ganga til baka eftir fáeina daga í hreinu vatni.

Fiskarnir urðu minna varir um sig og meira aktívir á meðan lyfjanna var vart og þar af leiðandi auðveldari bráð fyrir ránfiska og fugla. Mikil áhersla hefur víða verið lögð á að rannsaka áhrif lyfja sem þessara á vatnalífverur, sem hefur sýnt sig að eru misnæmar fyrir lyfjunum, en lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Hér er sýnt fram á að til er allavega ein tegund sem verður ekki fyrir varanlegum áhrifum af þunglyndislyfinu oxazepam.

Tilraun þessi átti sér stað í Svíþjóð þar sem áhrif mengunar frá lyfjaiðnaði hefur verið rannsökuð í tæpan áratug í kjölfar þess að hár styrkleiki þunglyndislyfja mældist í ám og vötnum í og við þéttbýli.

Hvort áhrif sem þessi eigi sér stað á Íslandi er ekki vitað en þau hafa lítið verið rannsökuð. Þéttleiki byggðar hér á landi er augljóslega lægri en í erlendum stórborgum en notkun þunglyndislyfja á Íslandi er á móti mjög algeng.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...