Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Silvia Windmann dýralæknir.
Silvia Windmann dýralæknir.
Líf og starf 21. desember 2016

Þrír geithafrar geltir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Silvia Windmann dýralæknir leit við að Felli í Finnafirði þegar blaðamaður Bændablaðsins var þar í heimsókn. Erindi hennar var að gelda þrjá geithafra.

Starfssvæði Silviu er Vopna­fjarðar­hreppur, Langanesbyggð, Svalbarðs­hreppur og Raufarhöfn, eða þjónustu­svæði sex eins og það er kallað. Erindi Silviu að Felli var að gelda þrjá geithafra.

Silvía er frá Þýskalandi en búin að búa á Íslandi í fjórtán ár. „Ég kom upphaflega til Íslands í starfsnám fyrir sautján árum og kynntist núverandi manninum mínum. Að starfsnáminu loknu sneri ég aftur til Þýskalands til að ljúka náminu og svo aftur til Íslands að því loknu.“

Silvia fór sér að engu óðslega kringum geithafrana áður en geldingin fór fram. Fyrst voru þeir svæfðir og eftir að þeir höfðu lognast út af lagði hún þá á hliðina.

Geldingartólið er stór og mikil töng sem brugðið er við rót pungsins og hert að. Ekki var neitt blóð að sjá við geldinguna en blaðamaður Bændablaðsins lét sér nægja að horfa á eina og hraðaði sér svo burt því ekki var laust við að hann væri töluvert smeykur við geldingatöngina. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...