Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mynd tekin við það tilefni þegar Skarphéðinn var fermdur 6. júní 2013.
Mynd tekin við það tilefni þegar Skarphéðinn var fermdur 6. júní 2013.
Bóndinn 3. október 2016

Þrasastaðir

Þrasastaðir er staðsett í Stíflu í Austur-Fljótum. Stíflan var fyrrum allstór sveit með mörgum bæjum en margar þeirra fóru í eyði þegar Skeiðsfossvirkjun var byggð á árunum 1942–1945. Núna er Þrasastaðir eini bærinn í Stíflu. Við nytjum tún og úthaga flestra þeirra jarða sem fóru í eyði. Þrasastaðir er ágætis sauðfjárjörð og sumarbeit fyrir allan búpening góð en veturnir geta verið langir og harðir. Það er sumarfallegt í Fljótum. 
 
Jón er alinn upp á Þrasastöðum en Íris kemur frá Selfossi.
 
Árið 1991 kaupir Jón jörðina af  foreldrum sínum, Núma Jónssyni og Huldu Erlendsdóttur. 
Árið 1993 byrjum við svo búskap með 120 ær og nokkra hesta.
 
Í gegnum tíðina hefur mikið verið unnið utan bús en það er draumur okkar að geta verið 100 prósent sauðfjárbændur.
 
Býli: Þrasastaðir í Fljótum. 
 
Staðsett í sveit: Fremst í Stíflu inni undir Lágheiði.
 
Ábúendur: Jón Elvar Númason (1973) og Íris Jónsdóttir (1971).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum fjóra stráka: Þórgnýr (1996), smiður (hann er að hefja búskap með Kolbrúnu Malmquist (1998)), Skarphéðinn (1999), nemi við VMA, Konráð (2005) og Hlynur (2008), nemar við Sólgarðaskóla í Fljótum. Þrír smalahundar og einn minkahundur.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 700 kindur, 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Allir dagar hafa sína sérstöðu, en skóli, vinna og að sinna dýrunum er auðvitað eitthvað sem alltaf er gert.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Störfin eru misskemmtileg en að taka á móti lömbum á vorin er alltaf gaman en að þurfa að halda þeim og mæðrum þeirra inni þar sem allt er á kafi í snjó er ekki skemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Blikur á lofti og alveg ómögulegt að sjá það fyrir sér. Við höfum verið bjartsýn í mörg ár og vonast eftir betri afkomu. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Sennilega er kerfið sem slíkt orðið of gamalt og úrelt og getur lítið þegar á heildina er litið. Eins og sannast á ítrekuðum launalækkunum til okkar haust eftir haust. En bændur og þeirra félagsskapur í grasrótinni er ágætur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Eins og þjóðfélagið er að þróast mun okkur ekki vegna vel. Íslenskur landbúnaður er fjölskyldubúskapur, rekinn vítt og breitt um landið, þróunin er ekki þannig í dag. Verksmiðjubúskapur, innflutningur og breyttar matarvenjur hjálpa ekki til að viðhalda íslenskum landbúnaði.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Verðum við ekki að horfa til vesturs eða líta okkur nær og bjóða íslenskan mat af öllu tagi á Íslandi? 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er ekkert til ef það er ekki mjólk þó að þar sé lýsi, álegg, ostar, grænmeti og ávextir.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Rækju-crepes, svið, lambahryggur og hrossalund. Íslenskt grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Einhverra hluta vegna kemur snjór upp í hugann enda hefur mikið verið brasað í snjó. Í upphafi búskapar í hálfónýtum húsum með léleg tæki. Þannig að eftirminnilegasta atvikið er þegar ný hús voru tekin í notkun með breyttri aðstöðu fyrir menn og skepnur. Uppbygging og ný tæki af öllu tagi er líka gaman að taka í notkun og eignast. Gaman er að rifja upp skemmtileg dýr sem við höfum átt, góðar ær og miklar mæður, smalahunda sem skilja mannamál og fallega góðhesta.

6 myndir:

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...