Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þórukot
Bóndinn 16. apríl 2014

Þórukot

Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir keyptu jörðina Þórukot í Víðidal 1. janúar 1997 af föður Péturs, Baldri Skarphéðinssyni. Við höfum fækkað fénu og seldum sauðfjárkvótann og aukið við mjólkurframleiðsluna og fjölgað kúnum.
 
Býli: Þórukot.
 
Staðsett í sveit: Víðidal í Húnaþingi vestra.
 
Ábúendur: Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við hjónin, dóttir og tveir synir. Rakel Sunna 19 ára sem er í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, Róbert Máni 15 ára og Friðbert Dagur 13 ára ásamt hundinum Óliver og þremur fjósköttum. 
 
Stærð jarðar? 
Jörðin er um 300 ha.
 
Tegund býlis? 
Mjólkurframleiðsla auk smá sparifjár og hrossa.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 
Um 25 mjólkurkýr, 25-30 kvígur og kálfar, 60 kindur og 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Ýtt er á klukkuna um 7 leytið, drengirnir eru þá vaktir fyrir skólann og kemur skólabíll rétt fyrir 8. Húsbóndinn fer þá í fjósið að mjólka og sinnir gegningum auk annara verka á býlinu og/eða verktakavinnu fyrir aðra bændur í sveitinni (á sumrin, áburðardreifing og rúllun) fram að fjósmjöltum um kvöldið. Húsfrúin fer í sína vinnu að Sveitasetrinu Gauksmýri um klukkan 9.00 en reynir að taka eins mikinn þátt í bústörfum eins og hún getur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? 
Öll störfin eru skemmtileg að vissu marki, þau geta líka verið leiðinleg ef hlutirnir ganga ekki upp. Að búa í sveit er lífsstíll og að vissu leyti aðlagar maður sig að rútínu og gerir það skemmtilegt. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? 
Við þurfum að stækka mjólkurframleiðsluna til að geta framleitt meira og að aðbúnaðurinn sé sem bestur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Allt er breytingum háð. 
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun blómstra áfram um ókomna framtíð.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Með því að viðhalda hreinleika íslensku búfjárafurðanna munum við verða sterkari á þessum vettvangi. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Ísköld mjólk beint úr mjólkurtanknum fyrir drengina út á morgunkornið ásamt Létt og laggott meðólífu og rjómi frá MS.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? 
Lambakjötið klikkar ekki, annars er það kjúllinn hjá konunni það besta (öðru nafni skíthoppari hjá valinkunnum nágrönnum okkar í sveitinni).
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar við skiptum alfarið yfir í rúlluheytæknina á þriðja ári okkar við búskapinn og endurnýjuðum neysluvatnið 2007, fórum þá í vatnsveitu frá næsta bæ við okkur og bæði menn og skepnur stórgræddu á því.

4 myndir:

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...