Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar
Fréttir 6. september 2016

Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar

Þýsk stjórnvöld hvetja íbúa landsins nú til að tryggja að þeir eigi alltaf 10 daga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum á heimilum sínum. Þetta kemur m.a. fram í sunnudagsútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allemeine.
 
Er í fyrsta sinn síðan á dögum kalda stríðsins sem viðbúnaður sem þessi er viðhafður. Markmiðið er sagt vera að búa þjóðina undir árás eða aðrar hörmungar.
 
Vitnað er í talsmann innanríkisráðuneytisins sem segir að samkvæmt áætlun, sem búið er að setja saman, verði öllum borgurum skylt að eiga matarbirgðir til 10 daga og drykkjarvatn sem nemi tveim lítrum á mann á dag. Er þetta  tekið upp úr varnaráætlun upp á 69 síður sem byrjað var að vinna að 2012. 
Fleiri miðlar hafa fjallað um málið og á vefsíðu All News Pipeline segir að eitthvað mikið sé í uppsiglingu. Ríkisstjórnir víða um heim séu farnar að undirbúa íbúa sína undir árás eða aðrar hörmungar. 
Fréttastofa Reuters vitnar til orða þýska varnamálaráðherrans í síðasta mánuði. Þá sagði hann að landið lægi á krossgötum hryðjuverka. Þrýsti hann á áætlun um að herða þjálfun hersins og auka samvinnu við lögreglu landsins.
 
Þá hefur einnig verið vísað í varnaðarorð Baracks Obama Bandaríkjafoseta til almennings; „Be prepared for disaster.“
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...