Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar
Fréttir 6. september 2016

Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar

Þýsk stjórnvöld hvetja íbúa landsins nú til að tryggja að þeir eigi alltaf 10 daga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum á heimilum sínum. Þetta kemur m.a. fram í sunnudagsútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allemeine.
 
Er í fyrsta sinn síðan á dögum kalda stríðsins sem viðbúnaður sem þessi er viðhafður. Markmiðið er sagt vera að búa þjóðina undir árás eða aðrar hörmungar.
 
Vitnað er í talsmann innanríkisráðuneytisins sem segir að samkvæmt áætlun, sem búið er að setja saman, verði öllum borgurum skylt að eiga matarbirgðir til 10 daga og drykkjarvatn sem nemi tveim lítrum á mann á dag. Er þetta  tekið upp úr varnaráætlun upp á 69 síður sem byrjað var að vinna að 2012. 
Fleiri miðlar hafa fjallað um málið og á vefsíðu All News Pipeline segir að eitthvað mikið sé í uppsiglingu. Ríkisstjórnir víða um heim séu farnar að undirbúa íbúa sína undir árás eða aðrar hörmungar. 
Fréttastofa Reuters vitnar til orða þýska varnamálaráðherrans í síðasta mánuði. Þá sagði hann að landið lægi á krossgötum hryðjuverka. Þrýsti hann á áætlun um að herða þjálfun hersins og auka samvinnu við lögreglu landsins.
 
Þá hefur einnig verið vísað í varnaðarorð Baracks Obama Bandaríkjafoseta til almennings; „Be prepared for disaster.“
Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.