Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar
Þýsk stjórnvöld hvetja íbúa landsins nú til að tryggja að þeir eigi alltaf 10 daga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum á heimilum sínum. Þetta kemur m.a. fram í sunnudagsútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allemeine.
Er í fyrsta sinn síðan á dögum kalda stríðsins sem viðbúnaður sem þessi er viðhafður. Markmiðið er sagt vera að búa þjóðina undir árás eða aðrar hörmungar.
Vitnað er í talsmann innanríkisráðuneytisins sem segir að samkvæmt áætlun, sem búið er að setja saman, verði öllum borgurum skylt að eiga matarbirgðir til 10 daga og drykkjarvatn sem nemi tveim lítrum á mann á dag. Er þetta tekið upp úr varnaráætlun upp á 69 síður sem byrjað var að vinna að 2012.
Fleiri miðlar hafa fjallað um málið og á vefsíðu All News Pipeline segir að eitthvað mikið sé í uppsiglingu. Ríkisstjórnir víða um heim séu farnar að undirbúa íbúa sína undir árás eða aðrar hörmungar.
Fréttastofa Reuters vitnar til orða þýska varnamálaráðherrans í síðasta mánuði. Þá sagði hann að landið lægi á krossgötum hryðjuverka. Þrýsti hann á áætlun um að herða þjálfun hersins og auka samvinnu við lögreglu landsins.
Þá hefur einnig verið vísað í varnaðarorð Baracks Obama Bandaríkjafoseta til almennings; „Be prepared for disaster.“