Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar
Fréttir 6. september 2016

Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar

Þýsk stjórnvöld hvetja íbúa landsins nú til að tryggja að þeir eigi alltaf 10 daga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum á heimilum sínum. Þetta kemur m.a. fram í sunnudagsútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allemeine.
 
Er í fyrsta sinn síðan á dögum kalda stríðsins sem viðbúnaður sem þessi er viðhafður. Markmiðið er sagt vera að búa þjóðina undir árás eða aðrar hörmungar.
 
Vitnað er í talsmann innanríkisráðuneytisins sem segir að samkvæmt áætlun, sem búið er að setja saman, verði öllum borgurum skylt að eiga matarbirgðir til 10 daga og drykkjarvatn sem nemi tveim lítrum á mann á dag. Er þetta  tekið upp úr varnaráætlun upp á 69 síður sem byrjað var að vinna að 2012. 
Fleiri miðlar hafa fjallað um málið og á vefsíðu All News Pipeline segir að eitthvað mikið sé í uppsiglingu. Ríkisstjórnir víða um heim séu farnar að undirbúa íbúa sína undir árás eða aðrar hörmungar. 
Fréttastofa Reuters vitnar til orða þýska varnamálaráðherrans í síðasta mánuði. Þá sagði hann að landið lægi á krossgötum hryðjuverka. Þrýsti hann á áætlun um að herða þjálfun hersins og auka samvinnu við lögreglu landsins.
 
Þá hefur einnig verið vísað í varnaðarorð Baracks Obama Bandaríkjafoseta til almennings; „Be prepared for disaster.“
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...