Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Líf&Starf 30. desember 2015

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Fjölmargir hrífast af íslenska þjóðbúningnum. Handverkið að baki búningunum heillar marga og hópur þeirra sem velur að gera sinn eigin búning fer vaxandi. 

Áhugasamir um þjóðbúningasaum á Eyjafjarðarsvæðinu eiga þess nú kost að taka þátt í helgarnámskeiðum á Laugalandi. 

Það er Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handraðinn þjóðháttafélag sem standa að þessum helgum. Samstarfið felst í því að kennarar í þjóðbúningasaumi, þær Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir, koma norður og kenna áhugasömum en Handraðinn sér um útvegun húsnæðis og fleira. 

Útlit faldbúninga er fjölbreytilegt

Fyrsta kennsluhelgin í vetur var 21.–22. nóvember síðastliðinn en þá helgi tóku 15 nemendur þátt. Þeir unnu að ýmsum verkefnum, sumir komu til að endurnýja skyrtu og svuntu eða gera við eldri búninga á meðan aðrir voru að byrja á þjóðbúningi, upphlut eða peysufötum, frá grunni. Talsverður hluti hópsins vinnur að svokölluðum faldbúningi sem á öldum áður var spariklæðnaður heldri kvenna á Íslandi. Hann hefur nú verið endurvakinn en gerð hans tekur að jafnaði nokkur ár enda samanstendur hann af mörgum hlutum svo sem upphlut, skyrtu, undirpilsi, millipilsi, samfellu og svuntu, treyju, kraga og krókfald eða spaðafald. Margt af þessu er skreytt útsaumi, svo sem blómstursaumi og baldýringu eða flauelsskurði og perlusaumi. Útlit faldbúninga er fjölbreytilegt sem gerir hverjum og einum kleift að velja sér handverksverkefni eftir eigin áhugasviði. 

Þjóðbúningurinn er augnayndi

Þeir vita sem reynt hafa að þjóðbúningasaumur er með því allra skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur og ekki skemmir fyrir að vera í góðum félagsskap. Þjóðbúningarnir okkar eru sannkallað augnayndi og eykur það enn á ánægjuna að skrýðast búningi sem maður hefur sjálfur saumað. Þrjár námskeiðshelgar hafa verið dagsettar á vorönn. Hafi nýir nemendur áhuga á að bætast í hópinn er hægt að leita frekari upplýsinga hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og Handraðanum.

Nánari upplýsingar veitir: Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, netfang: margretvaldimarsd@gmail.com  / hfi@heimilisidnadur.is, sími 848 0683. 

4 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...