Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru
Fréttir 9. desember 2015

Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þekktur svínaframleiðandi í Danmörku, Karsten Westh, ákvað á dögunum að hætta framleiðslu á svínakjöti með ákveðna sérstöðu vegna þess að veitingastaðir og verslunarkeðjur eru
ekki tilbúin til að borga fullnægjandi verð fyrir vöruna.

Að því  er fram kemur í Landbrugsavisen þá   mun  Karsten loka fyrirtæki sínu, Det Bornholmske Kødkompagni, sem hefur frá byrjun árs selt svínakjöt undir vörumerkjunum Bryggerigris, Økogris og Økoskovgris.

Viðskiptahugmynd Karsten gekk út á að selja svínakjöt af sérvöldum grísum sem voru fæddir, uppaldir og slátraðir á Bornholm.

Kennir verslanakeðjurisunum um

Svínabóndinn kennir nú  sérstaklega verslanakeðjunum um að sjá sér ekki fært að borga nægilega vel fyrir  gæðavörur  frá  honum og að forsvarsmenn þeirra vilji fá alltof stóran hlut í sinn vasa. Kjötið sem þeir eru tilbúnir að greiða 40–50 danskar krónur á kílóið fyrir er selt á 150 danskar krónur á kílóið og þar ofan á bætist virðisaukaskattur.

Karsten gengur harðast út gegn verslanakeðjunni Coop í dönskum fjölmiðlum og segir þá tilbúna að greiða fimm krónur meira fyrir gæðakjöt frá Bornholm en að viðræður við þá hafi ekki náð lengra. Einnig er hann svekktur út í veitingastaði í nærumhverfi sínu sem hafa boðið kjöt frá honum undir öðrum formerkjum en rétt eru og sjálfsagt vegna þess, að hans mati, að þeir vilja ekki borga það verð sem sanngjarnt er fyrir bóndann.

Útflutningur á unnu svínakjöti til Kína

Á sama tíma greinir Landbrugsavisen einnig frá því að nú styttist í að kínversk yfirvöld gefi grænt ljós á að opna fyrir innflutning til sín á dönsku elduðu svínakjöti, eins og pylsum. Tveir þriðju hlutar af kjöti sem rúmlega milljarður Kínverja neytir er svínakjöt og áætla Danir nú að með innflutningnum geti það þýtt 250 milljónir danskra króna árlega aukalega í danskar útflutningstekjur.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...