Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Thulitt frá Lom hefur einstaklega fallegan rauðbleikan lit.
Thulitt frá Lom hefur einstaklega fallegan rauðbleikan lit.
Mynd / ehg
Fræðsluhornið 23. janúar 2018

Þar sem fortíðin er falin í berginu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Steinagarðurinn í Rosendal í Harðangursfirði í Noregi hefur að geyma margar perlur bergtegunda sem eru innan þjóðgarðsins Folgefonna. Búið er að slípa bergtegundirnar til sem gerir þær að sannkölluðu augnakonfekti fyrir gesti sem ganga þar um því litbrigðin og mynstrin sem björgin hafa að geyma minna á sögu svæðisins og jarðarinnar.
 
Þannig er ekki eingöngu að sjá hinar ólíku bergtegundir í garðinum heldur eru ýmsir steinaskúlptúrar, fígúrur og saga jarðarinnar á 23 metra löngum póleruðum granítvegg sem lýsa vel jarðfræðilegri og líffræðilegri þróun jarðarinnar yfir 4.600 milljónir ára sem meitlað er í vegginn. Margir sem heimsækja garðinn velta fyrir sér hvernig hinar mismunandi bergtegundir hafi orðið til og hversu gamlar þær eru og eru upplýsingarnar á granítveggnum með mörg svör við þeim spurningum. 
 
Það er samhengi milli berggrunnsins, loftslagsins hátt uppi í fjöllunum þar sem bergtegundirnar er að finna og lífsins sem þróast á svæðinu. Í steinagarðinum er einnig að finna um 130 mismunandi plöntutegundir, þar á meðal nokkrar háfjallaplöntur. Það eru miklir kraftar sem hafa skapað bergtegundirnar og er von forsvarsmanna garðsins að það sé einn af þeim þáttum sem fólk fræðist um og geri sér betur grein fyrir eftir heimsókn þangað. Oft er litið á steina og björg sem grá og leiðinleg en ef litið er gaumgæfilega kemst fólk að því að steinar samanstanda af kristöllum og mismunandi litum og stærðum. Þetta kallast steinefni sem binda steininn saman en samsetning steinefnanna ráða litum steinanna. 
 
Garðurinn er unninn í samvinnu við jarðfræðingana Johan Naterstad, Øystein J. Jansen, Torgeir Garmo og Haakon Fossen, myndhöggvarann Bård Breivik og bergbrotsmennina Rolf Karlsen og Torkjell Nerhus.

10 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...