Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 10. október 2016

Þægilegur og rúmgóður fjölskyldubíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrstu helgina í september var Toyota með stóra haustssýningu á bílum með ýmsum hausttilboðum. Að lokinni sýningunni fékk ég til prófunar Toyota Avensis-skutbíl. 
 
Hugmyndin var að taka stuttan prufuakstur á bílnum, en það var svo gott að keyra bílinn að stutti prufuaksturinn endaði í tæpum 300 km.
 
Hljóðlátasti bensínbíll sem ég hef keyrt
 
Eftir að hafa sett bílinn í gang varð ég að líta á snúningshraðamælinn til að sjá hvort vélin væri í gangi, svo lágvær var vélin. 
 
Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að vélarrýmið var vel hljóðeinangrað og ekki bara vélarrýmið sem var svona vel hljóðeinangrað því að í akstri heyrðist nánast ekkert veghljóð. Undirvagninn er líka hljóðeinangraður, jafnvel á malarvegi heyrist nánast ekkert steinahljóð. Aðeins einu sinni heyrði ég í vélinni í akstri, en það var þegar ég var með skiptinguna stillta á SPORT og var að finna snerpuna í bílnum að ég heyrði í vélinni í akstri.
 
Sætin afar þægileg í langkeyrslu
 
Bílstjórasætið er sérstaklega gott og varð ég hrifinn af hönnun og lögun sætisins þar sem sætið hélt vel við bakið á mér, en að setjast í þetta sæti minnti mig á þegar ég settist í keppnissæti á rallýbíl fyrir nokkrum árum. 
 
Í upphafi átti bíltúrinn að vera rétt austur fyrir fjall, en endaði í kaffi í Hrauneyjum, svo gott var að keyra bílinn. Í bakaleiðinni var malarvegakaflinn að Hjálpar­fossi prófsteinninn á bílinn í malarvegaakstri. Á hlykkjóttum og holóttum malarveginum var ég hreinlega límdur í sætið og haggaðist ekki vegna hliðarstuðningsins í sætinu.
 
1,8 lítra bensínvél sem skilar 147 hestöflum
 
Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með 7 þrepa sjálfskiptingu, þægilegur að keyra í alla staði, en ekki alveg gallalaus. 
 
Það eina sem mér fannst varasamt var hversu ég fann lítið fyrir hraðanum og var aðeins of gjarn á að vera á of miklum hraða. 7 gíra sjálfskiptingin er mjúk, ég fann aldrei þegar bíllinn skipti sér. 
Farangur­srýmið er gott, en vara­dekkið er það sem ég kalla aumingi. 
 
Felgustærðin er 17 tommur og er fínt á malbiki, en fyrir mikinn akstur á malarvegum myndi ég alveg vilja sjá þennan bíl á 16 tommu felgum sem gætu borið belgmeiri dekk sem gæfu betri fjöðrun. 
 
Stutti bíltúrinn sem upphaflega var ráðgerður endaði í tæpum 300 km og samkvæmt aksturstölvu bílsins var meðaleyðsla mín 7,6 lítrar á hundraðið, en uppgefin meðaleyðsla samkvæmt sölubæklingi er á bilinu 5,9 til 6,4 lítrar á hundraðið.
 
Óásættanlegur ljósabúnaður
 
Það er aðeins tvennt sem ég get sett út á bílinn. Það er ljósabúnaðurinn og varadekksauminginn. 
Ljósin eru óásættanleg vegna þess að það þarf að kveikja á þeim í hvert skipti sem farið er af stað til að vera með afturljós og þar af leiðandi löglegur í umferðinni. Við það dofna ljósin í mælaborðinu svo mikið að maður sér varla á mælaborðið.
 
Rausnarlegt hausttilboð á aukahlutum
 
Á haustssýningunni var fjölskyldu­bíllinn Toyota Avensis auglýstur á tilboði með aukahlutum sem voru m.a. dráttarkrókur, farangursbox á topp (stundum kallað tengdamömmubox) og  fleira. 
 
Í boði fyrir Avensis er mikið af aukahlutum og búnaði hjá Toyota. Ódýrasti Avensis er á verði frá 4.210.000 upp í 5.890.000 sá dýrasti, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumanni eða á vefsíðunni www.toyota.is. 
 
Helstu mál og þyngd:
Þyngd 1.410 kg
Hæð 1.480 mm
Breidd 1.810 mm
Lengd 4.820 mm
 
 

 

9 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...