Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Merki UMASH, Upper Midwest Agricultural Safety and Health Center.
Merki UMASH, Upper Midwest Agricultural Safety and Health Center.
Fréttir 28. mars 2018

Það sem kom fyrir mig getur hugsanlega komið fyrir þig

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í 4. blaði Bændablaðsins 2018 var sagt frá slysavarnaskóla í Írlandi fyrir bændur sem er nýjung á Írlandi til að sporna við slysum. Fyrir nokkrum árum voru gerð myndbönd í samvinnu við HSE á Írlandi þar sem írskir bændur sögðu frá reynslu sinni um slys sem þeir höfðu lent í og voru þessi myndbönd aðgengileg á vef HSE og Youtube. 
 
Yfirleitt voru þetta átakanlegar sögur um mjög alvarleg slys sem viðkomandi fólk hafði lent í. Í byrjun árs 2018 tóku sig saman fjögur stór samtök og fyrirtæki í Bandaríkjunum og stofnuðu með sér samstarf sem felst í að birta frásagnir og gera myndbönd um reynslu fólks í bandaríkjunum sem hefur lent í alvarlegum slysum við störf sín í landbúnaði.
 
Segjum frá - við viljum ekki að þetta henti neinn annan
 
Verkefnið nefnist á ensku: Telling the Story Project og er með einkunarorðunum: We don’t want this to happen to anyone else (í minni þýðingu: Segjum frá - við viljum ekki að þetta henti neinn annan). Verkefnið er samstarf fjögurra samtaka og fyrirtækja, stjórnað og fjármagnað af þjóðhagsstofnun um vinnuverndarmál, landbúnað, skógrækt og veiðistofnun í um 10 ríkjum Bandaríkjanna 
(NORA Agriculture, Forestry and Fishing Council NIOSH AgFF). Slóð inn á vefsíðu verkefnisins er: www.http://tellingthestoryproject.org . 
 
Fimm öflugir samstarfsaðilar með mikla reynslu og þekkingu
 
Miðstöð fyrir landbúnaðaröryggi og heilsuvernd (Center for Agricultural Safety Health - CS-CASH) var stofnað árið 2011 og er í Háskólanum í Nebraska, Medical Center College of Public Health í Omaha. CS-CASH þjónar sjö ríkjum innan Bandaríkjanna og stundar fyrst og fremst rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum, hefur eftirlit með meiðslum, gefur ráðgjöf og vinnur að forvörnum.
The Great Plains Center for Agricultural Health (GPCAH) er í University of Iowa College of Public Health í Iowa City. Var stofnað árið 1990, GPCAH er á landsvísu viðurkennd uppbyggileg stofnun um vinnuvemdarmál og forvarnir.
 
Öryggis- og heilsugæslustöð Upper West Midwest (UMASH), sem er í Minneapolis og stofnuð árið 2011. Þetta er þverfagleg samstarfsstofnun fimm rannsókna- og heilbrigðisstofnana með víðtæka þekkingu á heilsufari bænda og landbúnaðarslysum. Þær eru: Háskólinn í Minnesota, heilbrigðis- og háskólasviði, landbúnaðarlyf, miðstöðin Marshfield Clinic og Minnesota Department of Health.
 
National Farm Medicine Center (NFMC) var stofnað árið 1981 til að bregðast við heilsufarsvandamálum hjá bændum sem komu til Marshfield Clinic í Marshfield, Wisconsin. Miðstöðin einbeitir sér að rannsóknum í dreifbýli og leggur mikla áherslu á börn á bændabýlum.
 
Að deila óhöppum og segja frá er vanmetin forvörn
 
Frá því að þessu áhugaverða verkefni var hleypt af stokkunum hefur það vakið mikla athygli og hefur verkefnið verið kynnt á mjög mörgum vefmiðlum sem tengjast landbúnaði. Hafa verið settir inn tenglar sem vísa beint á vefsíðuna Telling the Story Project og á fjölmargar vefsíður bæði innan og utan Bandaríkjanna. 
 
Allt frá því að ég byrjaði að skrifa þessa litlu forvarnarpistla hér í Bændablaðið hefur mig langað að fá sögur þeirra sem hafa lent í slysum til að byggja á forvarnir og forvarnarskrif. 
 
Ef þú hefur lent í slysi er nokkuð öruggt að einhver annar getur lent í eins slysi. Með því að deila og segja frá slysinu er mikill möguleiki á að frásögnin geti orðið til þess að forða slysi hjá öðrum.

5 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara