Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Það kemur alltaf vetur og þá er vissara að vera viðbúin
Fréttir 25. október 2018

Það kemur alltaf vetur og þá er vissara að vera viðbúin

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það er viðtekin venja að við fyrstu hálku á haustin myndast biðraðir við öll hjólbarðaverkstæði og óþolinmóðir einstaklingar furða sig alltaf jafn mikið á að þeir þurfi að bíða í röð til að fá vetrardekkin undir bílinn sinn. Svo eru það hinir sem reyna að hanga á að keyra aðeins lengur á sumardekkjunum fram á haustið og veturinn og lenda svo í vandræðum þegar fyrsti alvöru snjórinn kemur.
 
Þann 1. nóvember 2014 tók í gildi reglugerð um að munstursdýpt dekkja ætti að vera að lágmarki 3mm. frá fyrsta nóvember til 14. apríl. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá taka tryggingafélög þessa reglugerð alvarlega og hafa áskilið sér rétt til að skerða rétt þeirra sem lenda í umferðaróhöppum ef hjólbarðar eru ekki löglegir til vetraraksturs.
 
Vanbúnir bílar til vetraraksturs eiga ekki að vera á ferð í snjó og hálku
 
Sé bíll vanbúinn í umferð og er valdur þess að umferð gengur hægt eða jafnvel stoppast á sá bíll og bílstjóri að fá þá einu aðstoð að koma bílnum úr umferð og út fyrir veg. Sá sem tefur fyrir umferð og teppir umferð  vegna lélegra dekkja á einfaldlega ekki að vera í umferðinni vegna þess að hann er sjálfum sér og öðrum hættulegur.
 
Verð á vetrardekkjum er nú í sögulegu lágmarki og víða hægt að fá góð vetrardekk á mjög hagstæðu verði. Séu menn hins vegar að hugsa um endingu og öryggi þá eru dekkin sem eru tiltölulega dýrust í innkaupum hagstæðustu kaupin því þau endast mjög vel og eru með besta fáanlega grip í snjó og hálku.
 
Réttur loftþrýstingur í hjólbörðum er lykilatriði
 
Til að fá sem besta endingu og besta gripið út úr hjólbörðunum er aðalatriðið að vera með réttan loftþrýsting í dekkjunum. Í flestum bílum er réttur loftþrýstingur í hjólbörðum á bílum gefinn upp á litlum límmiða í hurðarfalsinu á bílstjórahurðinni (í einstaka bílum er þessi miði fyrir innan bensínlokið).
 
Ótrúlega oft koma bílar á haustin og vorin inn á verkstæði með misslitin dekk eftir sumarið eða veturinn og oftast eru dekkin óeðlilega mikið slitin yst á köntunum. Það að sjá svona misslitin dekk segir bara eitt: Of lítið loftmagn í dekkjunum, en Íslendingar eru ótrúlegir trassar í að fylgjast með loftþrýstingi í dekkjum og keyra of mikið með alltof lítið loft í dekkjunum. 
 
Önnur leið til að enda dekkin betur er að víxla fram- og afturdekkjunum á u.þ.b. 5000 km fresti.  
 
Naglar eða ekki naglar
 
Í Finnlandi var gerð stór könnun á slysum og banaslysum í finnskri vetrarumferð þar sem bílar voru á negldum dekkjum annars vegar og ónegldum hins vegar. Niðurstaðan úr rannsókninni var að þeir sem voru á nöglum voru að meðaltali 30% öruggari í umferðinni á öllum sviðum. 30% færri slys og banaslys voru hjá þeim á nöglunum.
 
Þeir sem vinna við hjólbarðasölu eru ósjaldan spurðir hvort sé betra að vera á nöglum eða naglalaus. Svörin eru misjöfn, en hjá mér er það alveg á hreinu að naglarnir eru betri kosturinn, sérstaklega ef menn fara eitthvað langt á milli byggðarfélaga og yfir heiðarvegi. Alltof mörg slys í gegnum árin má rekja til lélegra hjólbarða í snjó og hálku og fyrir mér er bara eitt slys of mikið. Sá sem snýr við eða hættir við ferð út af vetrarfærð er miklu meiri maður en sá sem tekur áhættuna vísvitandi um að dekkin séu ekki nógu góð og eftirmálin fara á versta veg. 
 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun