Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tesco-verslunarkeðjan í Bretlandi.
Tesco-verslunarkeðjan í Bretlandi.
Fréttir 29. október 2015

Tesco biður matvælaframleiðendur afsökunar á að hafa svínað á þeim

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dave Lewis, for­stjóri verslunarkeðjunnar Tesco í Bret­landi, hefur beðið birgja í matvæla­geir­anum afsökunar á hvað verslunin hafi verið einbeitt í að knýja fram afslætti. Hefur það m.a. komið illa niður á bændum og öðrum matvælaframleiðendum.
 
Forstjórinn sagði þetta við hóp birgja í troðfullum sal á ráðstefnu sem haldin var á vegum IGD-sérfræðiþjónustunnar í fæðu og neysluvörum. Var ráðstefnan tileinkuð auknu upplýsingaflæði og betri starfsháttum í matvælageiranum. 
 
Hefur haft slæmar afleiðingar
 
Sagði Lewis að þessi háttsemi fyrirtækisins hafi haft slæmar afleiðingar sem ekki hafi verið ætlunin. Jafnframt hafi það leitt til þess að tengsl við birgja hafi skaðast. Hluti af því sem forstjórinn baðst afsökunar á snerist um langan uppgjörstíma, eða 40 til 42 daga. Því verður nú breytt og er ráðgert að gera upp við alla birgja inna 14 daga sem eru með viðskipti undir 100.000 pundum. Við þá sem eru með viðskipti upp á 10 milljónir punda eða minna verður gert upp innan 23 daga og 28 daga við þá sem eru í stærri viðskiptum. 
 
Dave Lewis.
Lewis tók við stjórn Tesco í árslok 2014, en fyrirtækið er stærsta verslunarkeðjan í Bretlandi með 28,2% markaðshlutdeild á matvörumarkaði. Sagðist hann hafa misst sjónar á markmiðum sínum með því að leggja áherslu á að knýja fram afslætti. Það hafi leitt til þess að verslunarkeðjan tapaði tengslum við viðskiptavini og birgja. Hart hefur verið sótt að þessum risa af verslunarkeðjunum Aldi, Lidl og Waitrose. Á síðasta ári var sett í gang sérstök sakamálarannsókn af hálfu Serious Fraud Office sem sakaði keðjuna um blekkingar með því að segja hagnað meiri en hann raunverulega var. 
Stjórnendur reknir
 
„Birgjar okkar hafa orðið fyrir barðinu á þessu í mörg ár. Það eina sem við getum sagt er afsakið. Hér drögum við línuna og við munum aldrei snúa aftur inn á þessa braut,“ sagði Lewis í samtali við breska bændablaðið Farmers Weekly. Sagði hann að stjórnendurnir sem hafi gert þessi mistök hafi verið reknir og að Tesco muni nú fikra sig í átt að opnari samskiptum við birgja sína. 
 
Texco greindi frá því byrjun október að 70% samdráttur hafi orðið á hagnaði samsteypunnar í Bretlandi á fyrri helmingi þessa árs. Rekstrarhagnaður hrapaði úr 543 milljónum punda í 166 milljónir. 

50 myndir:

Skylt efni: Smásöluverslun

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...