Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Mynd / Benjamín Örn Davíðsson
Fréttir 19. desember 2016

Tenglar fyrir rafbíla settir upp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tenglar fyrir rafbíla hafa verið settir upp á starfstöðvum Skógræktarinnar á Norðurlandi, annars vegar við Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri og hins vegar á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
 
Skógrækt er ein öflugasta leiðin sem Íslendingum standa til boða til að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum. Koltvísýringsbinding með skógrækt er sérstaklega auðveld á Íslandi þar sem landrými er nægilegt og mikil tækifæri til að græða upp land með skógi og ná þar með mörgum umhverfismarkmiðum í einu, stöðva kolefnislosun frá auðnum, klæða land gróðri, búa til skógarauðlind og binda koltvísýring.
 
Bílafloti verður endurnýjaður
 
Í frásögn á vef Skógræktarinnar þar sem greint er frá tenglunum kemur einnig fram að Skógræktin vilji gera fleira en binda koltvísýring. Hún vilji einnig gera sitt til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Í undirbúningi sé að endurnýja bílaflota stofnunarinnar og sérstaklega verður hugað að því að kaupa sparneytna bíla og vistorkubíla eftir því sem við verður komið.
 
Einn starfsmaður Skógræktar­innar á Norðurlandi, aðstoðarskógar­vörðurinn Benjamín Örn Davíðsson, hefur nú þegar eignast rafbíl og notar hann til að komast til vinnu í Vaglaskógi frá heimili sínu í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur nú færi á að stinga bíl sínum í samband á vinnustaðnum og hefur þannig ávallt næga raforku á geyminum.
 
Bergsveinn Þórsson að ganga frá rafmagnskaplinum frá húsinu í staurinn. Mynd / Pétur Halldórsson
 
Lerkistaur úr Vaglaskógi
 
Benjamín kom á dögunum færandi hendi í Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri með myndarlegan lerkistaur úr Vaglaskógi. Í hann var búið að bora gat og saga rás fyrir rafmagns­kapal. Staurnum var komið fyrir við bílastæði hússins. Rafmagnskapall var dreginn í ídráttarrör sem lagt var í jörð á liðnu sumri um leið og dren- og frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar. 

Skylt efni: rafbílar

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...