Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Mynd / Benjamín Örn Davíðsson
Fréttir 19. desember 2016

Tenglar fyrir rafbíla settir upp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tenglar fyrir rafbíla hafa verið settir upp á starfstöðvum Skógræktarinnar á Norðurlandi, annars vegar við Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri og hins vegar á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
 
Skógrækt er ein öflugasta leiðin sem Íslendingum standa til boða til að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum. Koltvísýringsbinding með skógrækt er sérstaklega auðveld á Íslandi þar sem landrými er nægilegt og mikil tækifæri til að græða upp land með skógi og ná þar með mörgum umhverfismarkmiðum í einu, stöðva kolefnislosun frá auðnum, klæða land gróðri, búa til skógarauðlind og binda koltvísýring.
 
Bílafloti verður endurnýjaður
 
Í frásögn á vef Skógræktarinnar þar sem greint er frá tenglunum kemur einnig fram að Skógræktin vilji gera fleira en binda koltvísýring. Hún vilji einnig gera sitt til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Í undirbúningi sé að endurnýja bílaflota stofnunarinnar og sérstaklega verður hugað að því að kaupa sparneytna bíla og vistorkubíla eftir því sem við verður komið.
 
Einn starfsmaður Skógræktar­innar á Norðurlandi, aðstoðarskógar­vörðurinn Benjamín Örn Davíðsson, hefur nú þegar eignast rafbíl og notar hann til að komast til vinnu í Vaglaskógi frá heimili sínu í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur nú færi á að stinga bíl sínum í samband á vinnustaðnum og hefur þannig ávallt næga raforku á geyminum.
 
Bergsveinn Þórsson að ganga frá rafmagnskaplinum frá húsinu í staurinn. Mynd / Pétur Halldórsson
 
Lerkistaur úr Vaglaskógi
 
Benjamín kom á dögunum færandi hendi í Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri með myndarlegan lerkistaur úr Vaglaskógi. Í hann var búið að bora gat og saga rás fyrir rafmagns­kapal. Staurnum var komið fyrir við bílastæði hússins. Rafmagnskapall var dreginn í ídráttarrör sem lagt var í jörð á liðnu sumri um leið og dren- og frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar. 

Skylt efni: rafbílar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...