Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Mynd / Benjamín Örn Davíðsson
Fréttir 19. desember 2016

Tenglar fyrir rafbíla settir upp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tenglar fyrir rafbíla hafa verið settir upp á starfstöðvum Skógræktarinnar á Norðurlandi, annars vegar við Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri og hins vegar á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
 
Skógrækt er ein öflugasta leiðin sem Íslendingum standa til boða til að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum. Koltvísýringsbinding með skógrækt er sérstaklega auðveld á Íslandi þar sem landrými er nægilegt og mikil tækifæri til að græða upp land með skógi og ná þar með mörgum umhverfismarkmiðum í einu, stöðva kolefnislosun frá auðnum, klæða land gróðri, búa til skógarauðlind og binda koltvísýring.
 
Bílafloti verður endurnýjaður
 
Í frásögn á vef Skógræktarinnar þar sem greint er frá tenglunum kemur einnig fram að Skógræktin vilji gera fleira en binda koltvísýring. Hún vilji einnig gera sitt til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Í undirbúningi sé að endurnýja bílaflota stofnunarinnar og sérstaklega verður hugað að því að kaupa sparneytna bíla og vistorkubíla eftir því sem við verður komið.
 
Einn starfsmaður Skógræktar­innar á Norðurlandi, aðstoðarskógar­vörðurinn Benjamín Örn Davíðsson, hefur nú þegar eignast rafbíl og notar hann til að komast til vinnu í Vaglaskógi frá heimili sínu í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur nú færi á að stinga bíl sínum í samband á vinnustaðnum og hefur þannig ávallt næga raforku á geyminum.
 
Bergsveinn Þórsson að ganga frá rafmagnskaplinum frá húsinu í staurinn. Mynd / Pétur Halldórsson
 
Lerkistaur úr Vaglaskógi
 
Benjamín kom á dögunum færandi hendi í Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri með myndarlegan lerkistaur úr Vaglaskógi. Í hann var búið að bora gat og saga rás fyrir rafmagns­kapal. Staurnum var komið fyrir við bílastæði hússins. Rafmagnskapall var dreginn í ídráttarrör sem lagt var í jörð á liðnu sumri um leið og dren- og frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar. 

Skylt efni: rafbílar

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...