Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Mynd / Benjamín Örn Davíðsson
Fréttir 19. desember 2016

Tenglar fyrir rafbíla settir upp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tenglar fyrir rafbíla hafa verið settir upp á starfstöðvum Skógræktarinnar á Norðurlandi, annars vegar við Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri og hins vegar á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
 
Skógrækt er ein öflugasta leiðin sem Íslendingum standa til boða til að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum. Koltvísýringsbinding með skógrækt er sérstaklega auðveld á Íslandi þar sem landrými er nægilegt og mikil tækifæri til að græða upp land með skógi og ná þar með mörgum umhverfismarkmiðum í einu, stöðva kolefnislosun frá auðnum, klæða land gróðri, búa til skógarauðlind og binda koltvísýring.
 
Bílafloti verður endurnýjaður
 
Í frásögn á vef Skógræktarinnar þar sem greint er frá tenglunum kemur einnig fram að Skógræktin vilji gera fleira en binda koltvísýring. Hún vilji einnig gera sitt til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Í undirbúningi sé að endurnýja bílaflota stofnunarinnar og sérstaklega verður hugað að því að kaupa sparneytna bíla og vistorkubíla eftir því sem við verður komið.
 
Einn starfsmaður Skógræktar­innar á Norðurlandi, aðstoðarskógar­vörðurinn Benjamín Örn Davíðsson, hefur nú þegar eignast rafbíl og notar hann til að komast til vinnu í Vaglaskógi frá heimili sínu í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur nú færi á að stinga bíl sínum í samband á vinnustaðnum og hefur þannig ávallt næga raforku á geyminum.
 
Bergsveinn Þórsson að ganga frá rafmagnskaplinum frá húsinu í staurinn. Mynd / Pétur Halldórsson
 
Lerkistaur úr Vaglaskógi
 
Benjamín kom á dögunum færandi hendi í Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri með myndarlegan lerkistaur úr Vaglaskógi. Í hann var búið að bora gat og saga rás fyrir rafmagns­kapal. Staurnum var komið fyrir við bílastæði hússins. Rafmagnskapall var dreginn í ídráttarrör sem lagt var í jörð á liðnu sumri um leið og dren- og frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar. 

Skylt efni: rafbílar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...