Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tekið verði á byggðaröskun
Fréttir 2. mars 2016

Tekið verði á byggðaröskun

Höfundur: vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun um að tekist verði á við byggðaröskun og aðstaða íbúa og fyrirtækja á landinu jöfnuð hvað varðar ýmsa mikilvæga grunnþjónustu svo sem fjarskipti, raforku og samgöngur í samræmi við bókun um byggðamál í nýundirrituðum rammasamningi B.Í. og stjórnvalda.

Leiðir

Alþingi tryggi fjármagn til að standa við áætlun um ljósleiðaravæðingu Íslands. Settar verði reglur um það með hvaða hætti opinber stuðningur verði veittur til sveitarfélaga sem eru að eða hyggjast leggja ljósleiðara.

Sama verð gildi fyrir dreifingu á raforku á öllu landinu. Þrífösun verði flýtt og afhendingaröryggi aukið.
Mikil aukning umferðar um vegi landsins kallar á stórauknar fjárveitingar til samgöngumála.

Framgangur

Stjórn B.Í. hafi forgöngu um framgang málsins við stjórnvöld og þær stofnanir sem málið varðar.