Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Teigasel 2
Bærinn okkar 9. febrúar 2017

Teigasel 2

Við tókum við ábúð á jörðinni 1. febrúar 2011. Föðurbróðir Lindu og fjölskylda hans bjuggu á jörðinni á undan okkur og voru með loðdýr og um 100 kindur. 
 
Foreldrar Lindu búa á bænum Teigaseli 1 sem er næsti bær innan við Teigasel 2. Linda Björk er húsasmiður og búfræðingur frá Hvanneyri og Jón Björgvin er þúsundþjalasmiður.
 
 
Loðdýrahúsin í heild eru um 3.500 fermetrar. Haustið 2011 innréttuðum við eitt refahúsið sem fjárhús og einungruðum loftið á því húsi 2012. Við nýtum öll húsin eitthvað en nýtingin mætti vera betri. Gömlu fjárhúsin eru eingöngu notuð sem sauðburðarhús.
 
Býli:  Teigasel 2.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal, Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Jón Björgvin Vernharðs­son og Linda Björk Kjartansdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Heiðdísi Jöklu (5 ára), Snærúnu Hröfnu (3 ára) og Fannar Tind (1 árs) og svo eru hundurinn Tríton og kötturinn Búi.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er um 1.110 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með rétt rúmlega 500 kindur á vetrarfóðrum og einnig erum við með nokkrar endur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er nú eiginlega ekki til „hefðbundinn vinnudagur“ í sveitinni. En á veturna eru gjafir kvölds og morgna og ýmislegt gert milli gjafa. 
Á haustin er Jón Björgvin að vinna í hlutastarfi við fjárkeyrslu í sláturhús og eftir það tekur við rúningur fram í desember og svo snoðrúningur í mars. Linda Björk sér að mestu leyti um gjafir yfir rúningsverktíðina ásamt því að annast börnin og heimilið. 
Anna Birna, móðir Jóns, er hjá okkur á sauðburði. Einnig eigum við góða að í göngum og réttum á haustin, sem er alveg ómetanlegt.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemtilegasta sem við gerum er sauðburður og heyskapur, sem er í samvinnu við foreldra Lindu – og svo fjárrag á haustin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við verðum með svipaðan fjárfjölda og stefnum á að bæta húsakost og aðstöðu ásamt því að laga og stækka girðingar. Einnig að vera búin að bæta tré- og járnsmíðaaðstöðuna í aðstöðuhúsunum. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændaforystan og félagsmál bænda eru bændum afar mikilvæg.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Á maður ekki að vera bjartsýnn og spá að landbúnaði muni vegna betur en nokkurn tímann áður?
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Góð sala á íslenskum búvörum hér á landi til erlendra ferðamanna er góð auglýsing fyrir erlenda markaði. Ásamt mörgu öðru. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og pítusósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, hrísgrjónagrautur og lambalæri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það sem kemur efst í huga núna er þegar við einangruðum þakið á fjárhúsunum og losnuðum við hélulekann og þegar við fengum afrúllarann.
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...