Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Teigaból.
Teigaból.
Bóndinn 23. febrúar 2017

Teigaból og Skeggjastaðir

Á Teigabóli í Fellum býr Guðsteinn Hallgrímsson og á Skeggjastöðum Einar Örn Guðsteinsson, sonur Guðsteins, og kona Einars, Guðný Drífa Snæland. Þau reka í samvinnu sauðfjárbú á þessum tveimur bæjum sem liggja að einhverju leyti saman en um 2 km eru á milli bæjanna. Einar og Guðný tóku formlega við helmingi búsins í ársbyrjun 2016.  
 
Býli:  Teigaból og Skeggjastaðir.
 
Staðsett í sveit: Fellasveit á Fljótsdalshéraði, við Lagarfljót.
 
Ábúendur: Guðsteinn Hallgrímsson, Einar Örn Guðsteinsson og Guðný Drífa Snæland.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðsteinn, faðir Einars, býr á Teigabóli. Á Skeggjastöðum búa Einar og Guðný Drífa ásamt börnunum Vernharði Inga, 15 ára, Ragnari Sölva, 9 ára og Laufeyju Helgu, 7 ára.
 
Stærð jarðar?  Landið er að miklu leyti óskipt til fjalls en samanlagt er ræktað land á jörðunum um það bil 50 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. Einnig komum við aðeins að skógrækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 hausar á vetrarfóðrun. Einnig eigum við nokkra hesta til skemmtunar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna eru gjafir kvölds og morgna. Guðsteinn sinnir svo því sem tilfellur ásamt Einari en Einar er líka verktaki og vinnur því töluvert utan bús. Guðný Drífa vinnur í Fellaskóla og börnin sækja öll skóla þangað.
Á sumrin tekur heyskapur mestan tíma hjá öllum en Einar tekur að sér rúllun fyrir aðra bændur. Unglingurinn er virkur í vinnu á bænum allan ársins hring og yngri börnin taka þátt í því sem verið er að vinna.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allir sammála um að sauðburður sé skemmtilegastur en erfiðastur! Guðný hefur gaman af því að slá en veit ekkert leiðinlegra en að tæta tún. Einari finnst afskaplega leiðinlegt að skafa grindur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höldum okkar striki og fjölgum jafnvel fénu. Húsakostur verður bættur og vinnuaðstaða þannig gerð enn betri. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við erum nokkuð jákvæð en það er alltaf hægt að gera betur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum áfram að sýna hversu góða vöru bændur á Íslandi hafa að bjóða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Það má leggja áherslu á það hversu vistvæn vara okkar er í samanburði við aðrar þjóðir. Vanda þarf framsetningu og matreiðslu á kjöti til ferðamanna á Íslandi, það er góð auglýsing!
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg, epli og kokteilsósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, lambahryggur, tortillur og grjónagrautur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar viðbygging við fjárhúsin var reist og það náðist að klára rétt áður en vetur skall á.
 
Stórt skref var einnig tekið þegar Skeggjastaðir voru keyptir og hægt var að stækka búskapinn umtalsvert.
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...