Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ýmis te geta innihaldið beiskjuefnið Pyrrolizidín s.s. grænt te, svart te, kryddbaldursbrá, piparmynta og rauðrunnate.
Ýmis te geta innihaldið beiskjuefnið Pyrrolizidín s.s. grænt te, svart te, kryddbaldursbrá, piparmynta og rauðrunnate.
Fréttir 31. ágúst 2017

Te og hunang krabbameinsvaldandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Löngum hefur verið varað við óhóflegri neyslu á ýmsum fæðutegundum vegna krabba­meinsvaldandi efna sem þau kunna að innihalda. Samkvæmt ýmsum rannsóknum ber manni að forðast sykur, kaffi, áfengi, fitu og rautt kjöt og halda sig frekar við trefjar, grænmeti og ávexti.
 
Samhliða vitundarvakningu um betri heilsu hefur neysla á ýmsum náttúrulegum fæðubótarefnum aukist til muna. Nú sjá sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) ástæðu til að hafa áhyggjur af ofneyslu á ýmsum jurtavörum vegna hugsanlegra krabbameinshvetjandi áhrifa þeirra.
 
Um 3% blómstrandi planta í heiminum framleiða beiskjuefnin Pyrrolizidín til að verjast skordýrum. Efnin, sem eru um 660 talsins, geta borist inn í fæðukeðjuna með ýmsum hætti og finnst meðal annars í dýraafurðum. Neysla þeirra getur valdið eitrun og langvarandi skaðlegum heilsufarsáhrifum og árið 2011 réð Matvælaöryggisstofnunin foreldrum frá því að gefa ungbörnum hunang í stórum skömmtum af þeirri ástæðu.
 
Samkvæmt uppfærðri skýrslu stofnunarinnar um hættu beiskjuefnanna á heilsu manna og dýra er sjónum meðal annars beint að náttúrulegum fæðubótarefnum, grasalyfjum og tei sem innihalda plöntur sem verja sig með beiskjuefnum Pyrrolizidín. Í skýrslunni er mælt með ítarlegri rannsóknum og eftirliti á eiturverkunum sautján beiskjuefna sem oftast finnast í matvælum og fóðri.
 
Ýmis te geta innihaldið efnin samkvæmt rannsókninni s.s. grænt te, svart te, kryddbaldursbrá (e. camomile), piparmynta og rauðrunnate, sem setur tedrykkjufólki nokkrar skorður ætli það að forðast eiturefni algerlega. 
 
Reyndar er það svo að efnainnihald jurta, og þar með magn eiturefna, eru breytileg eftir vaxtarstað og efnainnihaldi jarðvegs og því skiptir máli hvaðan viðkomandi plöntur koma.
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...