Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tarfaveiðar hafnar
Fréttir 18. ágúst 2022

Tarfaveiðar hafnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á hreindýratörfum hófust 15. júlí síðastliðinn en fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig að veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því á heimasíðu sinni að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri.

Veiðimenn á veiðisvæði níu, Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit, eru hvattir til að veiða tarfa vestast á svæðinu. Það er gert í þeim tilgangi að fækka dýrum þar þannig að það dragi úr líkum á að dýrin fari vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það er einnig gert til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir, ef dýrin verða of mörg á svæðinu.

Samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun ættu tarfaveiðimenn að hafa fengið veiðileyfi sín send með pósti.

Ef leyfin berast ekki verða veiðimenn að hafa samband við stofnunina sem fyrst.

Í þeim tilgangi að draga úr pappírsnotkun er á leyfinu QR kóði sem vísar á bréf til veiðimanna sem að jafnaði hefur verið í umslaginu. Í bréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir leyfishafa.

Veiðileyfi á kýr verða send út um 20. júlí og ættu þá að hafa borist leyfishöfum fyrir upphaf veiðitíma á kúm sem hefst 1. ágúst.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...