Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tarfaveiðar hafnar
Fréttir 18. ágúst 2022

Tarfaveiðar hafnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á hreindýratörfum hófust 15. júlí síðastliðinn en fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig að veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því á heimasíðu sinni að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri.

Veiðimenn á veiðisvæði níu, Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit, eru hvattir til að veiða tarfa vestast á svæðinu. Það er gert í þeim tilgangi að fækka dýrum þar þannig að það dragi úr líkum á að dýrin fari vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það er einnig gert til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir, ef dýrin verða of mörg á svæðinu.

Samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun ættu tarfaveiðimenn að hafa fengið veiðileyfi sín send með pósti.

Ef leyfin berast ekki verða veiðimenn að hafa samband við stofnunina sem fyrst.

Í þeim tilgangi að draga úr pappírsnotkun er á leyfinu QR kóði sem vísar á bréf til veiðimanna sem að jafnaði hefur verið í umslaginu. Í bréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir leyfishafa.

Veiðileyfi á kýr verða send út um 20. júlí og ættu þá að hafa borist leyfishöfum fyrir upphaf veiðitíma á kúm sem hefst 1. ágúst.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...