Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum
Fréttir 22. september 2014

Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum

Tæplega 240 þýskar konur fluttu til Íslands skömmu eftir að Þjóðverjar töpuðu stríðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Heimildarmynd um þessar konur verður sýnd á kvik­mynda­hátíðinni Riff sem haldin verður 25. september til 5. október næstkomandi. Myndin ber heitið Eisheimat eða Home in the Ice og er á þýsku en verður sýnd með enskum texta.


Bakgrunnur myndarinnar er Þýskaland eftir stríð, árið 1949. Landið var í rúst án nokkurrar vonar fyrir ungar konur, í landi án karlmanna. Þá stóð þáverandi Búnaðarfélag Íslands og forveri Bændasamtaka Íslands að auglýsingum í dagblöðum  Norður-Þýskalands á eftirfarandi hátt:  „Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ.“


Í kjölfarið fengu 238 þýskar konur að fara til hinnar ókunnu eyju í norðri og Íslendingar upplifðu fyrstu fjöldaflutninga fólks til landsins. Allar höfðu þýsku konurnar sérstakar ástæður fyrir brottflutningum frá rústum Þýskalands og norður í haf. Myndin segir sögu sex hugrakkra kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg. Þetta er síðasta afturhvarf þeirra til gamalla þurftartíma þar sem þær þurftu að yfirgefa heimalandið og hefja nýtt líf á heimili á ókunnugum stað. Konurnar í myndinni hafa fundið jafnvægi til að gera upp gamla tíma og horfa á þá með væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Myndin er 90 mínútur að lengd og handritshöfundur og leikstjóri er Heike Fink. Framleiðandi er Juliane Thevissen og meðframleiðendur eru Birgit Guðjónsdóttir og Marcel Reategui. Klippingu annaðist Galip Iyitanir, hljóð: Arnar Ólafsson, tónlist: Julia Klomfass og dreifing: Thevissen Filmproduktion. Sýnishorn úr myndinni má finna, reyndar ótextað, á vefslóðinni: http://vimeo.com/87575133.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...