Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum
Fréttir 8. maí 2025

Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum

Höfundur: Valgeir Fridolf Backman, félagsmálafulltrúi Sólheima.

Það er viðeigandi að Sólheimar hafi orðið fyrir valinu við að halda málþing um framtíð og markað kolefniseininga.

Á málþinginu munu sérfræðingar reyna að skýra og skilgreina gangverkið og viðskiptamódelið sem liggur til grundvallar markaða kolefniseininga. Líklega er hér um að ræða fyrsta málþing sinnar tegundar á Íslandi og Sólheimar því kjörlendi slíkrar samkomu enda staðurinn þekktur í gegnum langa sögu sína fyrir frumkvöðlastarf af fjölbreyttum toga.

Hlutverk og markmið Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag sem veitir íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Starfsemi Sólheima og aðstaða er sniðin að því að þjóna fólki með þroskahömlun. Við bjóðum gesti sérstaklega velkomna, hvort sem þeir hafa áhuga á samfélaginu sjálfu, vilja nýta hugmyndafræði okkar til að bæta eigið líf eða leggja okkur lið með beinum hætti í gegnum atvinnurekstur okkar.

Á Sólheimum er lítið byggðarhverfi með um 100 íbúa, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og mannvirðing er í öndvegi. Þar eru tengsl náttúru, mannlífs og byggðar einstök. Náttúrunni er sýnd virðing og leitast við að vernda vistfræðilega ferla og stuðla að umhverfisvernd og -vitund eins og frekast er unnt. Á Sólheimum er þátttaka fatlaðs fólks í atvinnulífinu í öndvegi. Lífræn ræktun, skógrækt, handverk og sköpun er einungis brot af því sem aðhafst er á Sólheimum. Þar er íþróttafélag, skákfélag og öflugt menningarlíf með tónlist og leiklist. Röð tónleika verður haldin alla laugardaga í Sólheimakirkju í tengslum við Menningarveisluna sem hefst 7. júní. Menningarveislan verður sannkölluð hátíð fyrir skynfærin, þar sem litir, hljóð og menningarlegur auður fléttast saman í einstaka upplifun. Veislan í ár er tileinkuð því að 95 ár eru liðin frá stofnun Sólheima. Vert er að kynna sér starf Sólheima enda af ýmsu að taka.

Gildi Sólheima eru: kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Afmælisveislan er 5. júlí og það verður sko veisla.

Málþingið Sól*Kol verður 9. maí og hefst klukkan 11:00 í Vigdísarhúsi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...