Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum
Fréttir 8. maí 2025

Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum

Höfundur: Valgeir Fridolf Backman, félagsmálafulltrúi Sólheima.

Það er viðeigandi að Sólheimar hafi orðið fyrir valinu við að halda málþing um framtíð og markað kolefniseininga.

Á málþinginu munu sérfræðingar reyna að skýra og skilgreina gangverkið og viðskiptamódelið sem liggur til grundvallar markaða kolefniseininga. Líklega er hér um að ræða fyrsta málþing sinnar tegundar á Íslandi og Sólheimar því kjörlendi slíkrar samkomu enda staðurinn þekktur í gegnum langa sögu sína fyrir frumkvöðlastarf af fjölbreyttum toga.

Hlutverk og markmið Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag sem veitir íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Starfsemi Sólheima og aðstaða er sniðin að því að þjóna fólki með þroskahömlun. Við bjóðum gesti sérstaklega velkomna, hvort sem þeir hafa áhuga á samfélaginu sjálfu, vilja nýta hugmyndafræði okkar til að bæta eigið líf eða leggja okkur lið með beinum hætti í gegnum atvinnurekstur okkar.

Á Sólheimum er lítið byggðarhverfi með um 100 íbúa, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og mannvirðing er í öndvegi. Þar eru tengsl náttúru, mannlífs og byggðar einstök. Náttúrunni er sýnd virðing og leitast við að vernda vistfræðilega ferla og stuðla að umhverfisvernd og -vitund eins og frekast er unnt. Á Sólheimum er þátttaka fatlaðs fólks í atvinnulífinu í öndvegi. Lífræn ræktun, skógrækt, handverk og sköpun er einungis brot af því sem aðhafst er á Sólheimum. Þar er íþróttafélag, skákfélag og öflugt menningarlíf með tónlist og leiklist. Röð tónleika verður haldin alla laugardaga í Sólheimakirkju í tengslum við Menningarveisluna sem hefst 7. júní. Menningarveislan verður sannkölluð hátíð fyrir skynfærin, þar sem litir, hljóð og menningarlegur auður fléttast saman í einstaka upplifun. Veislan í ár er tileinkuð því að 95 ár eru liðin frá stofnun Sólheima. Vert er að kynna sér starf Sólheima enda af ýmsu að taka.

Gildi Sólheima eru: kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Afmælisveislan er 5. júlí og það verður sko veisla.

Málþingið Sól*Kol verður 9. maí og hefst klukkan 11:00 í Vigdísarhúsi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...