Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einn af fyrirhuguðum menningarveggjum á útisýningu í Lystigarðinum í Hveragerði. Á meðfylgjandi mynd, veggurinn um um Jóhannes úr Kötlum. Hægt verður að sækja flutning Sóleyjarkvæða í appi sem fylgir sýningunni. Hver menningarveggur hefur sína sérstöðu og
Einn af fyrirhuguðum menningarveggjum á útisýningu í Lystigarðinum í Hveragerði. Á meðfylgjandi mynd, veggurinn um um Jóhannes úr Kötlum. Hægt verður að sækja flutning Sóleyjarkvæða í appi sem fylgir sýningunni. Hver menningarveggur hefur sína sérstöðu og
Fréttir 29. október 2015

Sýningin Listamannabærinn Hveragerði

Listamannabærinn Hveragerði er sýning sem verður opnuð á morgun föstudag í Listasafni Árnesinga.

Sýningin er hönnuð af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni http://tryggvadottir.com/ og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði.

 

Sýningin Listamannabærinn Hveragerði - fyrstu árin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og var síðan dreift víðs vegar um bæinn vegna plássleysis í verslunarmiðstöðinni. Sýningin kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði með fókus á sex þjóðþekkta rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma en segja má að Hveragerði hafi verið fyrsti bærinn á Íslandi sem kalla mætti listamannabæ.

Á nýrri sýningu, útisýningu sem fyrirhugað er að standi í Lystigarðinum í Hveragerði munu fleiri listamenn bætast við auk þess sem lifandi galleríkjarni mun fjalla um fjölda listamanna allra listgreina sem tengst hafa Hveragerðisbæ með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina og þá sem enn eiga eftir að starfa eða búa í bænum í framtíðinni.

Einnig er vert að benda á vef félagsins listvinir.is  sem hefur að geyma tímalínu um listamenn sem starfað hafa í Hveragerði. Vefurinn er hannaður af Páli Svanssyni sonarsyni Jóhannesar úr Kötlum. Þar er almenningi boðið að skrá upplifanir sínar eða minningar, sem tengjast verkum Hveragerðisskáldanna eða annarra listamanna í Hveragerði og segja frá einhverju sem snertir líf þeirra og list. En tilgangur félagsins er einmitt að eiga samtal við almenning og halda sögunni til haga á númtímalegan og lifandi hátt fyrir komandi kynslóðir.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...